Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. janúar 2024

Þroskahjálp segir gríðarlega alvarlegt karlmenn sem höfðu samræði við andlega fatlaða konu fyrir tilstuðlan yfirmanns hennar hafi ekki sætt ákæru. Embætti héraðssaksóknara segir ólíklegt ákærur hefðu leitt til sakfellingar.

Sextán eru staðfestir látnir vegna eldanna í Los Angeles. Sterkum vindum er spáð fram í miðja vikuna og því ólíklegt hægt verði slökkva eldana strax.

Úkraínuforseti segir her landsins hafa tekið tvo særða norðurkóreska hermenn höndum í Rússlandi. Annar þeirra hafi borið rússnesk herskilríki.

Umhverfisráðherra segist leggja áherslu á réttlát orkuskipti sem bitni ekki ójafnt á fólki eftir búsetu eða tekjum.

Íslendingar þurfi bæði settum markmiðum og búa sig undir áhrif loftslagsbreytinga.

Konur í áhættuhópum fyrir brjóstakrabbamein ekki niðurgreiðslu á brjóstaskimun líkt og konur sem ekki eru í áhættu. Formaður Brakkasamtakanna segir þetta mismunun.

Félagsleg tengsl geta bætt heilsu fólks og dregið úr sjúkdómsáhættu, þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Bríet, Kári Egilsson og Elín Hall eru á meðal þeirra sem hlutu hæstu styrkina úr Tónlistarsjóði sem stofnaður var í fyrra. 77 milljónum var úthlutað til 74 verkefna.

Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir íslenska liðið þurfa átta sig á það býsna gott í handbolta en megi ekki leyfa sér neina vitleysu. Fyrsti leikur HM er á fimmtudag og endasprettur undirbúningsins hafinn.

Hádegisfréttir eru aðgengilegar sem hlaðvarp í Spilaranum. Hægt er senda fréttastofu ábendingar á fréttir hjá rúv.is.

Frumflutt

12. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,