ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 9. janúar 2024

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins svara því ekki hvort Svandís Svavarsdóttir nýtur trausts í embætti matvælaráðherra. Forsætisráðherra segir stöðu hennar óbreytta.

Dæmi eru um að grunnskólanemar sæki klámmyndir á netið og blekki menn, sem þeir eiga í samskiptum við á samfélagsmiðlum, til að kaupa þær af sér. Lögregla skoðar slíkt mál sem kom upp í Hagaskóla.

Fjármálaráðherra segir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar hlaupi á milljörðum króna og verði gengið að þeim þurfi að draga úr útgjöldum ríkissjóðs.

Samninganefnd breiðfylkingar félaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Fleiri sveitarfélög bætast í hóp þeirra sem ætla að draga úr gjaldskrárhækkunum komi til þjóðarsáttar um stöðugt verðlag.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hitti ráðamenn í Ísrael í morgun. Hann lagði áherslu á nauðsyn þess að draga úr mannfalli meðal almennra borgara á Gaza. Yfir 23 þúsund hafa verið drepin á Gaza, þar af yfir hundrað síðasta sólarhringinn.

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að undirbúningur fyrir viðgerð á neysluvatnslögn, sem skemmdist í haust, gangi of hægt. Líklega verður ekki hægt að gera við leiðsluna fyrr en í sumar.

Líklegt þykir að umdeilt frumvarp um námugröft á hafsbotni komist í gegnum norska þingið síðdegis. Fari svo verður leyfilegt að grafa eftir málmum neðansjávar á svæði sem er stærra en Bretland. Umhverfisverndarsinnar ætla að mótmæla við þinghúsið.

Þorvaldur Örlygsson verður í framboði til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins í febrúar.

Frumflutt

9. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,