Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 8.maí 2024

Verðbólguvæntingar eru enn miklar og það er einn helsti vandinn í glímu við verðbólguna, segir Seðlabankastjóri. Hún hefur reynst þrálát og stýrivextir eru óbreyttir. Forystumenn verkalýðsfélaga telja bankann lesa stöðuna rangt.

Ísraelsher heldur áfram árásum á Gaza á meðan vopnahlésviðræður fara fram í Egyptalandi. Bandaríkin frestuðu vopnasendingu til Ísraels vegna andstöðu við yfirvofandi innrás í Rafah.

Ellefta mánuðinn í röð var hitamet slegið á heimsvísu. Áhrifa gætir víða og óttast loftslagsvísindamenn meðalhiti eigi enn eftir hækka.

Mæting í brjósta- og leghálsskimun hefur dregist saman síðustu ár. Yfirlæknir segir efla þurfi upplýsingagjöf til kvenna af erlendum uppruna.

Starfsmenn Norðurþings hafa unnið því í dag fjarlægja hræ af kindum og selum úr landi sveitarfélagsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hræ eru skilin eftir á þessum slóðum, í óþökk heimamanna.

Grænlendingar ætla draga sig úr Norðurlandaráði. Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir Grænlendingar hafi verið útundan í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum aðildarríkjanna.

Ísland komst ekki áfram í Eurovision í gær. Mun færri horfðu á undankeppnina á RÚV en hafa horft síðustu ár.

Karlalandsliðið í handbolta mætir Eistlandi í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á HM í handbolta Í kvöld. Með sigri í einvíginu tryggir Ísland sér sæti á HM í áttunda sinn í röð.

Frumflutt

8. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,