Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5. júní 2024

Ekkert lát virðist á norðanáhlaupinu sem gengur yfir stærsta hluta landsins. Mikill snjór er víða á Norðurlandi og lífríkið er í hættu. Þá hafa vöruflutningar farið úr skorðum.

Ferðaþjónusta á Austurlandi hefur orðið af tekjum vegna óveðursins. Þjóðvegurinn til Austurlands hefur verið lokaður, bæði norður- og suðurleiðin. Hóteleigandi segir talsvert um ferðamenn hafi hætt við hringferðir.

Nokkuð tjón varð á bænum Ytri Víðivöllum í Fljótsdal þegar steyptur veggur féll á seglskemmu í rokinu. Seglið sprakk upp og hurðirnar þeyttust ofan í læk.

Lögregla hefur lokið rannsókn á andláti karlmanns í Breiðholtslaug í desember 2022. Málið er komið til héraðssaksóknara. Til skoðunar er meðal annars hvort sundlaugargestur beri refsiábyrgð.

Ekki hefur náðst samkomulag á Alþingi um afgreiðslu mála fyrir sumarfrí. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ágreiningur milli ríkisstjórnarflokkanna hafi tafið viðræður.

Seðlabankastjóri segir þrátt fyrir hækkandi afborganir af lánum séu heimili landsins ekki við það lenda í greiðsluvanda. Hér næg atvinna, laun hafi hækkað og fólk hafi skuldbreytt óverðtryggðum lánum í verðtryggð.

Formenn Íhalds- og Verkamannaflokks tókust á í gærkvöld í fyrstu kappræðum fyrir þingkosningar í Bretlandi í byrjun júlí. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Verkamannaflokkurinn mikið forskot.

Frumflutt

5. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,