Fimmtíu og fimm fórust í árásum á Gaza í nótt og hefur Ísraelsher hert árásir. UNICEF varar við því að fjöldi nýbura verði í bráðri lífshættu fari rafmagn af spítölum.
Þúsundir mótmælenda eru nú samankomnir í Evrópuhverfinu í Brussel, til að sýna samtöðu með málstað Palestínu og almennings á Gaza ströndinni. Samskonar mótmælasamkomur hafa verið haldnar víða í Evrópu undanfarna daga.
Sjö eru í haldi lögreglu eftir tvær hnífstunguárásir á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Önnur árásin tengist hópslagsmálum í miðborginni
Mannskæð árás var gerð á póstfyrirtæki í Úkraínu í gærkvöld þar sem sex biðu bana. Sjö eru lífhættulega særðir.
Varaforseti alþingis gerir ráð fyrir að þingfundur verði stuttur á þriðjudag vegna Kvennaverkfallsins. Hún ætlar ekki að mæta til að setja þingið. Forsætisráðherra leggur niður störf og hvetur þær sem geta til að gera slíkt hið sama.
Það er löngu tímabært að skoða aftur lestarsamgöngur á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur, segir borgarstjóri, enda hafi forsendur breyst.
Öll fjögur íslensku liðin í Evrópubikar karla í handbolta eru komin áfram í 32-liða úrslit keppninnar. FH og Afturelding komust áfram í gær, Afturelding eftir spennutrylli á heimavelli sínum.