Leiðtogar stjórnarflokkanna funda um framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins. Stefnt er að því að klára viðræðurnar fyrir þingfund á mánudag.
Enn ein tilraunin til að ná samkomulagi um vopnahlé á Gaza verður gerð í Kaíró um helgina. Sameinuðu þjóðirnar segja að 28 börn hafi dáið úr vannæringu og ofþornun það sem af er þessum mánuði.
Bláa lónið var opnað á ný í dag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur enn að ógn geti stafað af hraunrennsli og gasmengun á svæðinu í kringum Grindavík.
Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum segir Öryggisráðið eiga erfitt með að rækja skyldu sína í veigamiklum málum vegna klofnings í ráðinu. Flest aðildarríki eru sammála um að það þurfi að gera breytingar á ráðinu.
Jarðborun eftir heitu vatni er lokið i bili á Djúpavogi án þessa að virkjanlegt vatn hafi fundist. Vatnsæð sem fannst á 320 metra dýpi gefur þó von um hitaveitu fyrir þorpið ef tækist að bora í hana annars staðar á meira dýpi.
Lögregla hefur fellt niður kæru á hendur sjálfboðaliðum Solaris. Lögmaður ákærðu segir að kæran hafi ekki verið studd neinum gögnum.
Marga mánuði hefur tekið að lagfæra rakaskemmdir og myglu í burðarvirki nýs Kársnesskóla í Kópavogi. Gamli skólinn var einmitt rifinn vegna myglu. (of cheeky?)