Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29. maí 2024

Kvikuhlaup er hafið á Sundhnúksgígaröðinni og eldgos gæti byrjað á hverri stundu. Áköf skjálftahrina hófst í morgun og voru Grindavík, Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi rýmd.

Bandarísk stjórnvöld segja innrás Ísralshers í Rafah ekki hafin af fullum þunga og því ekki verið stíga yfir þá línu sem dregin hafi verið í sandinn.

Fjölda starfsmanna Icelandair verður sagt upp í dag. Fyrirtækið hefur ekki gefið upp hversu mörgum.

Dómur verður kveðinn upp í kynferðisbrotamáli Kolbeins Sigþórssonar á mánudag. Héraðsdómur var fjölskipaður sem er undantekning í málum eins og þessum.

Þingmenn í samgöngunefnd Alþingis hrukku við þegar þeir lásu í fréttum áætlaður heildarkostnaður við nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót væri 8,8 milljarðar króna.

Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um hafa orðið konu sinni bana á heimili þeirra á Akureyri í apríl.

Fágætasta plata sögunnar, úr smiðju rappsveitarinnar Wu Tang Clan, verður spiluð hluta á safni í Ástralíu eftir fáeinar vikur. Hún átti upphaflega ekki heyrast fyrr en eftir rúm 80 ár.

Íslandsmeistarar í körfubolta karla verða krýndir í kvöld. Bikarinn getur einnig farið á loft í handboltanum.

Frumflutt

29. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,