Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 27. desember 2023

Vísbendingar eru um fleiri sæki inn á markað minni raforkunotenda en áður, sem gæti þurrkað upp raforku til heimila og minni fyrirtækja, segir forstjóri Landsvirkjunar. Þar til nýjar virkjanir verði byggðar þurfi forðast kerfishrun og forgangsraða orku.

Almenningur og fyrirtæki þurfa greiða meira fyrir dreifingu raforku á næsta ári eftir Landsréttur afnam innmötunargjald sem orkuframleiðendur greiddu.

Karlmaður, dökkur á hörund, var handtekinn og vistaður í fangageymslu á aðfangadag. Fjölskyldu mannsins og lögreglu ber ekki saman um tildrög handtökunnar en fjölskyldan vill meina litarhaft mannsins hafi verið ástæða hennar.

Íbúi í Grindavík segir herða þurfi eftirlit í bænum. Óprúttnir aðilar komust inn í bæinn rétt fyrir jól og rændu gaskútum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þetta eina dæmið um stuld í bænum eftir hann var rýmdur.

Varningur úr 46 gámum sem fuku af flutningaskipi á Norðursjó fyrir jól liggur enn á víð og dreif um strendur Norður-Jótlands. Hreinsunarstarf á ströndunum hefst í dag.

Lee Sun-kyun, aðalleikari óskarsverðlaunamyndarinnar Parastie, fannst látinn í bíl í Seoul í Suður-Kóreu í gærkvöld.

Skorradalshreppur á í óformlegum viðræðum um sameiningu við Borgarbyggð. Ósk þriðjungs íbúa um upplýsingafund áður en utanaðkomandi ráðgjafar koma verkefninu var hafnað.

Frumflutt

27. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,