Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. september 2024

Maður sem grunaður er um hafa banað tíu ára dóttur sinni á sunnudag er sakhæfur samkvæmt bráðabirgðageðmati.

Hezbollah samtökin skutu tugum eldfauga til Ísraels í dag. Ísraelsher hefur haldið árfam árásum á Líbanon. Svo virðist sem meginþungi stríðsins færast frá Gaza til Líbanons.

Á fjórða tug fatlaðs fólks í Reykjavík bíður eftir NPA þjónustu, þrátt fyrir hafa fengið umsóknir fyrir þjónustunni samþykktar. Óvíst er hvernig þjónustunni verður háttað eftir ríkið hættir taka þátt í kostnaði um áramót.

Fyrrverandi skrifstofustjóri sparisjóðs og fyrrum forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð var dæmdur fyrir fjárdrátt fyrir fjórum árum. Ekki hefur verið áður fjallað um dóminn, þar sem hann var ekki birtur opinberlega.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir glapræði halda ekki uppi góðu eftirliti á landamærunum og halda óþjóðalýð frá landinu. Hann segir eftirtektarverður árangur hafi náðist í landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli.

Fleiri konur hafa stigið fram og sakað Mohamed Al-Fayed fyrrum eiganda Harrods um kynferðisofbeldi. yngsta var 16 ára þegar meint brot var framið.

Matvælastofnun tekur í dag sýni úr hvítabirninum sem var skotinn í Jökulfjörðum. Ekki hefur verið ákveðið hvort leitað verður fleiri dýrum.

Víkingur spilar heimaleiki sína í Sambandsdeildinni í fótbolta á Kópavogsvelli. Leiktímanum var flýtt til þess mæta kröfum UEFA - og verða leikirnir verða um miðjan dag.

Frumflutt

20. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,