Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. júlí 2024

Veðurstofan gerir ráð fyrir nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga á næstu tveimur vikum. Hætta er talin á tjóni í Grindavík þrátt fyrir kvika nái ekki upp á yfirborðið.

Frönsk stjórnvöld fordæma harðlega umfangsmikil skemmdarverk á lestarkerfi landsins. Ferðir hátt í milljón farþega hafa raskast.

Forstjóri Brimborgar segir ekkert óeðlilegt við verðandi forsetahjón komi fyrir í samfélagsmiðlafærslu fyrirtækisins, eftir þau keyptu glænýjan rafmagnsbíl í umboðinu.

Um helmingur hins sögulega bæjar Jasper í Kanada er rústir einar eftir gríðarmikla gróðurelda. Eldarnir eru enn stjórnlausir og þúsundir hafa flúið.

Ísraelsmenn eru sakaðir um hefndaraðgerðir gagnvart palestínskum föngum, eftir einn leiðtogi Hamas samtakanna lést í haldi Ísraelshers.

Nýtt vistheimili á Akureyri er tekið til starfa. Heimilið er ætlað börnum í vanda og foreldrum þeirra.

Næstum tvö hundruð ára gamalt kampavín bíður þess komast á land úr flaki kaupskips sem liggur á botni Eystrasalts. Flakið fannst fyrir tilviljun og til stóð láta það í friði - þar til kampavínið kom í ljós.

Fjögur hundruð og fimmtíu kílómetra hjólatúr tveggja Reykjavíkurdrengja lauk á Akureyri um sjöleytið í morgun - þeir hjóluðu á nóttunni til meiri frið fyrir umferð.

Setningarathöfn Ólympíuleikanna hefst síðdegis, á ánni Signu í miðborg Parísar. Fyrstu Íslendingarnir keppa um helgina.

Frumflutt

26. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,