Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. janúar 2026

Forseta Venesúela, Nicolás Maduro, og eiginkonu hans er haldið í fangelsi í New York, eftir Bandaríkjaher handtók þau í gær og flutti út landi. Trump segir bandarísk olíufyrirtæki ætli taka yfir olíuvinnslu í landinu.

Ísland á allt undir því stórveldin viðri alþjóðalög og fullveldisrétt. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. Utanríkisráðherra vilji augljóslega ekki styggja helsta bandalagsríki sitt þegar kemur öryggis- og varnarmálum.

Rauði krossinn kom sjö íbúum í skjól eftir eldur kviknaði í einbýlishúsi í Breiðholti í nótt. Engan sakaði en húsið er óíbúðarhæft. Lögregla skoðar eldsupptök.

Lögreglan lokaði afhendingarstöðum Nýju vínbúðarinnar og Smáríkisins í gærkvöld á grundvelli reglugerðar um smásölu áfengis. Eigandi Nýju vínbúðarinnar hefur óskað eftir fundi með lögreglustjóra.

Æðstiklerkur Írans segir harkalega verði tekið á óeirðaseggjum í landinu. Tólf eru látnir í fjöldamótmælum gegn írönskum stjórnvöldum.

Eygló Fanndal Sturludóttir hlaut í gær nafnbótina íþróttamaður ársins 2025. Hún er níunda konan sem fær verðlaunin og fyrsta sem keppir í ólympískum lyftingum.

Frumflutt

4. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,