Þrýstingsbreyting mældist í borholu HS Orku í Svartsengi í morgun. Starfsmenn orkuversins voru beðnir um að yfirgefa Svartsengi og snúa sér að öðrum verkefnum. Mælar Veðurstofunnar sýna engin merki um breytingar.
Ísraelskir heilbrigðisstarfsmenn segja að sjúklingar, sem grunaðir eru um aðild að Hamas-samtökunum, séu hlekkjaðir við sjúkrarúm og skornir upp án verkjalyfja. Mannréttindi þeirra séu fótum troðin til að ná fram hefndum fyrir árásirnar 7. október.
Rannsókn fjármálaeftirlits Seðlabankans á mögulegum lögbrotum í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokastigi. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir mikilvægt að þeir sem fóru svig við lög og reglur fái ekki að taka þátt í næstu sölu.
Þúsundir Írana söfnuðust saman í borgum landsins í morgun til að votta Ebrahim Raisi, fyrrverandi forseta landsins, virðingu sína, en hann fórst í þyrluslysi á sunnudag. Samkvæmt stjórnarskrá verður að kjósa nýjan forseta innan fimmtíu daga.
Stjórnarmyndunarviðræður í Hollandi eru í uppnámi eftir að líklegasti kandidatinn í stól forsætisráðherra dró sig í hlé vegna ásakana um spillingu.
Brák íbúðafélagi og verktakafyrirtækinu Hrafnshóli ber ekki saman um hvað hefur valdið miklum töfum á byggingu fjölbýlishúsa í Fellabæ og á Seyðisfirði. Hrafnhóll segir íbúðafélagið vanfjármagnað. Brák hafnar því og vill rifta samningum.