Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5. október 2024

Ísraelsmenn hvöttu til rýmingar á Gaza í morgun í fyrsta sinn í margar vikur. Árásir Ísraels í Líbanon fara vaxandi, bæði í suðurhluta landsins og í höfuðborginni Beirút.

Samstöðu eða mótmælagöngur fara fram víða um heim í dag, meðal annars í Reykjavík, í tilefni af því á mánudag er ár liðin frá árás Hamas á Ísrael.

Formaður Ungra vinstri grænna segir skiptar skoðanir þeirra á meðal hvort slíta beri ríkisstjórnarsamstarfinu, rök séu fyrir því slíta, en einnig þurfi horfa til mikilvægra mála sem þurfi afgreiða á haustmánuðum. Stjórnarkjör fer fram á landsfundi VG eftir hádegið.

Nærri 300 þúsund manns greiddu fyrir ferðir á Vatnajökul þar með taldar íshellaferðir síðasliðið ár. Samtals námu greiðslur fyrir ferðirnar nærri sjö milljörðum mati Vatnajökulsþjóðgarðs.

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist hafa áhyggjur af því Donald Trump og JD Vance hlýti ekki niðurstöðum kosninganna eftir mánuð ef þeir tapa.

Fyrstu kaupendur á fasteignamarkaði eru í erfiðri stöðu. Þeir þurfa eiga fyrir útborgun og ýmsum öðrum gjöldum í kringum kaupin - á bilinu sjö og hálfa til fjórtán milljónir króna - til þess eiga fyrir meðaleign.

Forseti Norðurlandaráðs vonast til forsætisráðherra Grænlands mæti á þing ráðsins í Reykjavík í lok mánaðarins, þrátt fyrir Grænland hafi sagt sig frá norrænu samstarfi. Grænland og Færeyjar berjast fyrir fullri aðild ráðinu.

Frumflutt

5. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,