ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 7. janúar 2024

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það Vinstri grænna að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis til matvælaráðherra sem birt var fyrir helgi. Brot matvælaráðherra séu alvarleg.

Sex létu lífið í árás Ísraelshers á Vesturbakkanum í nótt. Síðustu vikur, samhliða árásum á Gaza, hefur her ráðist inn í flóttamannabúðir í Jenín og komið hefur til átaka hersins við Palestínumenn.

Starfsfólk leikskólans Króks í Grindavík er afar óánægt með bæjaryfirvöld vegna ákvörðunar um ráða ekki allt starfsfólkið til starfa nú þegar bærinn tekur leikskólann yfir. Leikskólastjórinn segir starfsfólkið í áfalli.

Farið verður að brenna olíu að nýju á næstu vikum í fiskimjölsverksmiðjunni á Höfn í Hornafirði. Þá verður kveikt upp í nýjum olíukatli, níu árum eftir rafvæðingu verksmiðjunnar.

Björgunarsveitir í Japan fundu í gærkvöld konu á tíræðisaldri á lífi í rústum tveggja hæða húss sem hrundi í jarðskjálfta á nýársdag. Kólnað hefur í veðri á hamfarasvæðunum og leitað er í kappi við tímann.

Lögregla rannsakar eldsvoða í Kópavogi í gærkvöld. Maður gekk á milli bíla fyrir utan bílaverkstæði og kveikti í þeim.

Margir með langvinn eftirköst covid finna fyrir þreytu, vanlíðan og verkjum í langan tíma eftir að hafa stundað líkamsrækt og einkennin geta komið fram eftir aðeins eina æfingu. Vísindamenn segjast nú vita hvers vegna.

Karlalandsliðið í handbolta mætir Austurríki á morgun í seinni vináttuleik liðanna fyrir EM. Ísland vann fyrri leikinn í gær en Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðþjálfari, segir að liðið geti bætt sig fyrir átökin á EM.

Frumflutt

7. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,