Bílalest með neyðaraðstoð fyrir íbúa var loks hleypt inn á Gaza í morgun. Birgðirnar eru aðeins dropi í hafið samkvæmt hjálparsamtökum.
Ný skýrsla varpar ljósi á stríðsglæpi rússneskra stjórnvalda á þeim svæðum í Úkraínu sem Rússar hafa hertekið. Sannað þykir að Rússar hafi beitt pyntingum, framið morð af ásetningi og stundað nauðganir svo fátt eitt sé nefnt.
Fólk leitar sér aðstoðar hjá úrræðinu Taktu skrefið í hverri viku. Það er ætlað fólki sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Áttatíu einstaklingar hafa leitað sér aðstoðar þar frá því í byrjun síðasta árs, aðallega karlar.
Um sjö hundruð og níutíu þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í sumar, um fimmtungi fleiri en í fyrrasumar.
Hjúkrunarheimili á Húsavík, sem er þremur árum á eftir áætlun, er loks komið í útboð. Ef allt gengur að óskum verður það tekið í notkun eftir fjögur ár.
Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, hefur dvalið í Noregi síðustu daga og tekið þátt í hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis Íslendingafélagsins í Ósló. Forsetinn kallar þetta opinbera heimsókn til landsmanna sinna sem núna eru fleiri í Noregi en er í heilum héruðum á Íslandi.