Bandaríkjaforseti er vongóður um að vopnahlé náist á Gaza innan viku; hlé sem gæti varað framyfir föstumánuð múslima. Forsætisráðherra Ísraels segir að vopnahlé kæmi ekki í veg fyrir innrás í Rafah, heldur seinkaði henni.
8 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast fyrir undir Svartsengi. Miklar líkur eru á eldgosi næstu daga. Um þrjár mínútur tekur að rýma fiskvinnslu Vísis í Grindavík, þar sem tuttugu starfa nú, ef gýs á vinnutíma.
Ásgeir Jónsson verður seðlabankastjóri í fimm ár til viðbótar. Forsætisráðherra ákvað að auglýsa ekki stöðuna og því endurnýjast skipunartími hans sjálfkrafa.
Forseti Frakklands útilokar ekki að Evrópuríki sendi herlið til Úkraínu, til aðstoðar í stríði við Rússland. Talsmaður Kremlar segir óhjákvæmilegt að það hefði í för með sér stríð milli Rússlands og allra NATÓ-ríkja.
Neytendur eiga erfitt með að sækja rétt sinn vegna samkeppnisbrota. Reglugerð til úrbóta hefur legið óhreyfð í ráðuneyti í tíu ár. Þingmaður Viðreisnar segir stjórnvöld þurfi að jafna leikinn.
Grásleppuvertíð hefur verið flýtt um 20 daga, svo smábátaeigendur missi ekki af verðmætum páskamarkaði í Danmörku. Veiðar mega hefjast á föstudag.
Frumvarp forsætisráðherra um innlenda greiðslumiðlun vekur gjörólík viðbrögð í umsögnum. Neytendur og launþegar fagna en fjármálafyrirtæki eru full efasemda.