Ekkert neðansjávareftirlit var í nærri þrjá mánuði með sjókvínni í Patreksfirði áður en tvö göt komu í ljós í lok ágúst. Nærri allir eldislaxarnir sem fundust í ám og Hafrannsóknastofnun hefur greint, komu úr götóttu kvínni. Fundur um málið var í matvælaráðuneytinu fyrir hádegi.
Björgunarfólk frá fjórum löndum er tekið til starfa til Marokkó vegna jarðskjálftans á föstudagskvöld. Enn hefur ekki tekist að ná til sumra allra þorpa sem illa urðu úti. Hátt í 2.500 hafa fundist látnir.
Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá í umfangsmiklu skattsvikamáli sem oftast er kennt við félagið Sæmark Sjávarafurðir og eiganda þess. Upphaf þess má rekja til Panamaskjalanna.
Formaður Kennararsambandsins segir að draga verði lærdóm af því þegar viðkvæmar persónuupplýsingar nemenda í Lágafellsskóla fóru á samfélagsmiðla en hann telur að skólinn hafi brugðist rétt við.
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, er á leið til Rússlands til fundar við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Hann hefur ekki farið úr landi í rúm fjögur ár.
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir námsefni í kynfræðslu, sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum og sætt harðri gagnrýni, sett fram til að sporna gegn áhrifum kláms.