Leit stendur nú yfir í Vestmannaeyjum að ungum manni sem síðast sást í Herjólfsdal í nótt. Björgunarbátur hefur verið ræstur út og lögreglustjóri segir að landhelgisgæslan verði kölluð til ef hann finnst ekki innan skamms.
Talsverður erill var hjá Lögreglunni á Akureyri í nótt. Fjölmennt var í bænum fram eftir morgni, og fjórir gistu fangageymslur
Djúp lægð er á leið upp að landinu sem valda mun leiðindaveðri í dag og á morgun. Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag.
Drápið á Hamas leiðtoganum Ismail Haniyeh setur viðræður um frið á Gaza í uppnám. Ættingjar gísla sem eru í haldi Hamas eru úrkula vonar um að þeim verði sleppt.
Þrír fangaverðir leituðu aðhlynningar á spítala eftir að fangi á Litla-hrauni réðst fyrirvaralaust á þá. Formaður fangavarðafélags Íslands segir slík atvik vera að færast í aukana.
Makrílveiði íslenskra skipa í Síldarsmugunni hefur verið afar róleg og aðeins nokkrir tugir tonna fást í hverju hali. Áfram verður þó leitað.
Örlítil aukning er á skjálftavirkni á Reykjanesskaga - enn er búist við kvikuhlaupi og jafnvel gosi á næstunni.