Gölluð uppfærsla í öryggishugbúnaði leiddi til víðtækra truflana á samgöngum, fjarskiptum og jafnvel sjúkrahúsum um allan heim í morgun. Gallin er rakinn til fyrirtækis sem sérhæfir sig í netöryggi og þjónar þúsundum fyrirtækja.
Áhrif kerfisbilunarinnar hafa verið takmörkuð hér á landi, þó raskaðist þjónusta Landsbankans í morgun og tölvukerfi bókasafna liggur niðri.
Donald Trump sýndi á sér nýja og mýkri hlið í ávarpi á landsfundi Repúblikana, þegar hann ræddi banatilræðið um síðustu helgi.
Lítil sprenging á salerni fyrir fatlaða á Keflavíkurflugvelli í gær er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Yfirlögregluþjónn segir flugstöðina örugga.
Áform eru um að flytja út vatn með tankskipum úr Ölfusi. Vatni yrði dælt í skip um 3 kílómetra úti fyrir strandlengjunni.
Hátt í þrjú þúsund og fimm hundruð gestir eru á Hvolsvelli og í nágrenni vegna hjólreiðakeppni á morgun. Öll gisting er uppbókuð.
Keppni er í fullum gangi á öðrum degi Íslandsmótsins í golfi á Hólmsvelli í Leiru á Suðurnesjum. Keppendafjöldinn verður skorinn niður eftir keppni dagsins.