Bæjarstjóri Voga hyggst senda nágrannasveitarfélögum erindi á næstu dögum um könnunarviðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Reykjanesbær hefur þegar tekið vel í hugmyndina um að sameinast Vogum.
Vegir og byggingar á jarðvegi sem gaf sig í Svíþjóð í fyrrinótt færðust um tugi metra við hamfarirnar. Margir mánuðir eru í að hraðbrautin verði opnuð að nýju.
Tvö þúsund og fjögur hundruð er á biðlista eftir greiningu hjá ADHD-teymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Teymið er hætt að taka við greiningum frá sjálfstætt starfandi sálfræðingum.
Til stendur að stórbæta aðstöðuna í skiptistöð Strætó í Mjódd og lengja afgreiðslutímann. Reykjavíkurborg auglýsir eftir nýjum rekstraraðila á næstu vikum.
Hylki með sýni úr smástirni á að lenda í Utah í Bandaríkjunum í dag eftir sjö ára könnunarleiðangur NASA. Vonir eru bundnar við að sýnið auki skilning á uppruna sólkerfisins.
Yfirvöld í Kósóvó segja serbneskan glæpahóp hafa myrt lögreglumann í norðurhluta Kósóvó í morgun. Spenna hefur verið viðvarandi þar undanfarna mánuði.
Aflífa þurfti unga grágæs á Reyðarfirði sem fannst illa á sig komin með áldós pikkfasta í gogginum. Fuglafræðingur segir mikilvægt að fólk hendi ekki rusli á víðavangi, dýranna vegna.