Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. mars 2024

Samningaviðræður um framtíð meðferða við vímuefna- og fíknivanda hjá SÁÁ eru hafnar. Samningurinn gæti hljóðað upp á einn og hálfan milljarð króna.

Innviðaráðherra segir ekki verði gripið til niðurskurðar í samgönguáætlun til mæta auknum útgjöldum ríkissjóðs vegna kjarasamninga. Hins vegar þurfi mögulega fresta framkvæmdum.

Fasteignamarkaðurinn er í miklu ójafnvægi, segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Þörf fyrir nýbyggingar mikil en vaxtastigið hafi töluverð áhrif á stöðuna.

Bandaríkjamenn leggja til við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktað verði um tafarlaust vopnahlé á Gaza. Þeir hafa hingað til beitt neitunarvaldi gegn slíkum tillögum. Sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda segir þetta mjög jákvætt.

Fjórir eru enn í haldi lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklu mansali. Tveimur var sleppt úr haldi síðdegis í gær, bókara Quangs Lés og föður hennar.

Norðaustan stórhríð er á Vestfjörðum með tilheyrandi hvassviðri og samgöngutruflunum. Óvissustig er vegna snjóflóðahættu. Björgunarsveitir þurftu aðstoða fólk í ófærð í gærkvöld og varpskipið Þór er til taks á Ísafirði.

Frumflutt

21. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,