Forsætisráðherra segir ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra á sjávarútvegsdeginum í vikunni. ummælin beindust að Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, alls ekki viðeigandi. Hún ræddi einslega við Áslaugu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Áslaug segist skilja gremju Svandísar en ummælin hafi verið tekin úr samhengi.
Fimm sinnum þurfti að skjóta hvali tvisvar á hvalveiðitímabilnum sem er nýlokið og einu sinni gaf lína sig og hvalur sem búið var að skjóta sökk, sex frávik urðu því við veiðarnar.
Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir líklegt að þeir sem voru á vöggustofum í Reykjavík á seinni hluta síðustu aldar eigi rétt á bótum. Hann segir niðurstöður skýrslu um starfsemi vöggustofanna sláandi en komi ekki á óvart.
Bandaríkjaforseti segir ríkisstjórn sína ekki hafa getað stöðvað framkvæmdir við landamæravegg í Texas. Báðir flokkar þingsins gagnrýna forsetann.
Deilur um móttöku flóttafólks setja mark sitt á leiðtogafund Evrópusambandsins á Spáni. Leiðtogar Póllands og Ungverjalands á fundinum eru æfareiðir vegna nýlegs samkomulags sem skyldar aðildarríki að taka á móti flóttafólki, eða leggja til fjármuni til aðstoðar.
Forseti læknadeildar Háskóla Íslands og hundurinn Frosti ganga í allan dag til styrktar Grensásdeild Landspítala vegna landssöfnunar í sjónvarpinu í kvöld. Stækkun Grensás markar tímamót.