Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29. september 2024

Banaslys varð í umferðinni í gærkvöld þegar ekið var á gangandi vegfaranda á Sæbraut í Reykjavík.

Íranir heita hefndum eftir foringi úr byltingarvarðliðinu féll í árásum Ísraelshers á Beirút á föstudag. Forsætisráðherra Líbanons óttast milljón Líbana verði á vergangi vegna árásanna.

Það brestur í mörgum innviðum landsins og við því þarf bregðast, segir Arnar Þór Jónsson fyrrverandi forsetaframbjóðandi sem stofnað hefur lýðræðisflokkinn sem bjóða mun fram í næstu alþingiskosningum.

Hægt hefur á landrisi í Öskju og Veðurstofan telur hraungos þar - líklegri sviðsmynd en stórt spengigos með mikilli ösku. Sveitarfélögin á Austurlandi vilja vera undir allt búin og huga vatnsbólum.

Lúsmý virðist búið hreiðra um sig á Norðausturlandi, en það hefur ekki áður fundist austan Eyjafjarðar. Líklega berst tegundin á skjólsæla staði um landið allt.

Langmestur tími landsmanna fer í sofa, tæpir níu tímar á sólarhring. Tæplega þrír og hálfur tími fer í afþreyingu.

26 hlauparar lögðu af stað í Þingstaðarhlaupið í morgun af tilefni þess 20 ár eru liðin frá stofnun Félags 100 km hlaupara á Íslandi. Formaður félagsins segir hlaupið líklega fyrsta ofurmaraþon sem hlaupið var á Íslandi.

Þór frá Akureyri vann í gær sinn fyrsta titil í körfubolta í tæp 50 ár þegar liðið hampaði titlinum Meistarar meistarana. Hjá körlunum skákuðu bikarmeistarar síðasta tímabils Íslandsmeisturnum.

Frumflutt

29. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,