Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. nóvember 2024

Nautagripa og- kindahakk, sem börnin á leikskólanum Mánagarði fengu, bar e.coli og var ekki nógu vel eldað. Á fimmta tug barna hafa veikst. Fjögur eru á gjörgæslu.

Forsætisráðherra vill skoða hvernig hægt er tryggja viðeigandi úrræði fyrir fanga með fjölþættan vanda þegar þeir losna úr fangelsi. Þó séu takmörk fyrir því hversu mikið hægt skerða frelsi fólks.

Yfir tvö þúsund skólabörn hafa setið heima undanfarna daga í verkfalli Kennarasambands Íslands. Lítið þokast í viðræðum við ríki og sveitarfélög.

Heilbrigðisráðherra segist vongóður um hægt verði samkomulagi í kjaradeilu lækna við ríkið svo ekki komi til verkfalla.

Enn er leitað fólki eftir mikil flóð á Spáni. Íbúar óttast vatns- og matarskort á þeim svæðum sem urðu verst úti. Spáð er miklum rigningum í dag og næstu daga.

Fjögurra manna fjölskylda var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í nótt þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í Kópavogi. Miklar skemmdir urðu í eldsvoðanum.

Nokkrir stjórnmálaflokkar hafa fengið frest hjá landskjörstjórn til bæta úr göllum á gögnum vegna komandi alþingiskosninga. Í sumum tilfellum vantar upp á fjölda meðmælenda.

Frumflutt

1. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,