Olíulekinn sem varð á bensínstöð Costco í desember síðastliðnum hafði veruleg áhrif á lífsgæði íbúa á svæði fráveitunnar í Hafnarfirði að mati heilbrigðiseftirlitsins. Lögmaður Costco mótmælir því.
Þrír almennir borgarar hafa fallið í árásum í Ísrael og Palestínu undanfarinn sólarhring. Spennan milli Ísraelsmanna og Palestínumanna hefur farið stigvaxandi undanfarna daga.
Smábátasjómanni sem ætlaði á grásleppu á Þórshöfn í morgun varð hverft við þegar rostungur reis upp á móti honum á bryggjunni og hvæsti hátt. Rostungurinn hvílir sig nú á bryggjunni en vegfarendum þykir hann laslegur.
Flugvélin sem Nice Air hafði afnot af er á Írlandi þar sem fyrirhugað er að hún verði rifin.
Bóndi í Skagafirði segir hagstæðara að vera á bótum en að hefja sauðfjárrekstur á ný eftir riðuástand í Skagafirði. Hann segir samninginn sem gerðan var við bændur virka eins og starfslokasamning.
Íhaldssamur dómari í Texas hefur sett dreifingu þungunarrofslyfsins Mifepristone í uppnám. Forseti og varaforseti Bandaríkjanna hafa gagrýnt úrskurðinn harðlega.
Hæstaréttardómari í Bandaríkjunum hefur um 20 ára skeið þegið ferðir í einkaþotum og snekkjum frá manni sem styrkt hefur kosningasjóði Repúblíkana. Dómarinn segist aðeins hafa verið að þiggja boð frá góðum vini.