ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. apríl 2024

Páskahretið er hægt og rólega að ganga niður. Margir vegir hafa verið ófærir um helgina og færðin setur strik í reikning ferðafólks.

Hlutfall nýskráðra dísel bíla stórhækkaði í mars miðað við sama mánuð í fyrra. Skráning á rafbílum dróst saman um tæp 84 prósent.

Þúsundir létu óánægju sína í ljós á fjölmennustu mótmælum gegn ríkisstjórn Ísraels frá upphafi stríðsins á Gaza. Stærsta sjúkrahúsið á Gaza er óstarfhæft eftir tveggja vikna umsátur Ísraelshers.

Andstæðingar Erdogans Tyrklandsforseta unnu sigur í borgarstjórnarkosningum í fjórum stærstu borgum Tyrklands í gær. Niðurstaðan þykir mikið högg fyrir Erdogan sem hafði tekið þátt í kosningabaráttunni.

Lén í nafni forsætisráðherra og orkumálastjóra voru stofnuð á dögunum, sem þykir gefa vísbendingar um möguleg forsetaframboð

Virkni mælst enn stöðug í eldgosinu og engar vísbendingar eru um að það sé í rénun. Slökkvilið Grindavíkur berst við töluverðan gróðureld vestan við gosstöðvarnar.

Lífeyrissjóðir gætu orðið stór þátttakandi á leigumarkaði nái frumvarp fjármálaráðherra fram að ganga.

Nokkur hundruð komu saman við Brandenborgarhliðið í Berlín á miðnætti og reyktu kannabis, í tilefni þess að það er nú orðið löglegt í Þýskalandi. Það er þó aðeins löglegt til einkanota og má fólk rækta allt að þrjár plöntur heima hjá sér.

Frumflutt

1. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,