Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gaza, samkvæmt nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Ísraelsmenn vísa því á bug og segja skýrsluna byggða á lygum.
Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, halda áfram í dag, í Smiðju, nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Varaformaður Flokks fólksins segir viðræðurnar ganga vel - hægt sé að semja um öll ágreiningsmál.
Fjórir köstuðust út úr rútu sem valt heila veltu vestan við Steinavötn á Suðurlandi í gærkvöld og þykir mildi að enginn hafi slasast alvarlega.
Flughálka er enn á vegum víða um land og aðstæður því varasamar. Mest er hálkan innanbæjar á götum og göngustígum.
Stéttarfélagið Efling varar við stéttarfélaginu Virðingu sem það segir gervistéttarfélag. Formaður Eflingar segir kjarasamning Virðingar við Samtök fyrirtækja í veitingarekstri, brjóta gegn lögum.
Milliriðlakeppni EM í handbolta hefst í dag með sex leikjum. Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs og sigursælasti handboltaþjálfari sögunnar, segir allt geta gerst. Hann getur unnið þriðja Evrópumeistaratitilinn í röð með Noregi.