ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. janúar 2025

Minnst 30 létust í flugslysi í Washington-borg í Bandaríkjunum í gærkvöld. Farþegaflugvél og herþyrla skullu saman og höfnuðu í Potomac-ánni. Björgunarstarf stendur enn, við afar krefjandi aðstæður.

Forseti ASÍ telur forsendur fyrir því að Seðlabankinn lækki stýrivexti í næstu viku. Verðbólgan heldur áfram að hjaðna og hefur ekki verið minni í rúm þrjú ár.

Ríkissáttasemjari leggur fram innanhústillögu í deilu kennara, ríkisins og sveitarfélaga á samningafundi sem hefst klukkan fjögur.

Leikarar í Borgarleikhúsinu segjast niðurlægðir eftir að hafa fengið upplýsingar um laun annarra starfsmanna sem séu margfalt hærri. Ný viðmið um launasetningu hafi verið sett í skjóli nætur.

Miklar annir hafa verið hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna slæmrar færðar og vonskuveðurs. Landhelgisgæslan hvetur fólk til að fara varlega við sjávarsíðuna og á sjó.

Utanríkisráðherra segir að Íslendingar þurfi að auka framlög til varnarmála; það verði að taka þessi mál alvarlega.

Salwan Momika, sem var alræmdur fyrir að brenna kóraninn í Svíþjóð í hitteðfyrra, var í gær skotinn til bana. Talið er að morðinu hafi verið streymt beint á netinu.

Króatíska landsliðið, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, mætir því franska í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í handbolta í kvöld. Ólafur Stefánsson segir að það kraftaverk ef Króatía hefur betur.

Frumflutt

30. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,