Uppreisnarmenn í Sýrlandi reyna að tryggja stöðugleika í landinu. Neyðarfundur verður í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld vegna Sýrlands.
Nær ekkert fjarskiptasamband er á Skagaströnd eftir að ljósleiðari þangað rofnaði í morgun. Aðeins er einn ljósleiðarastrengur er til Skagastrandar og því er talið mikilvægt á koma á hringtengingu svo tryggja megi öruggari fjarskipti.
Umferð er stýrt um hluta þjóðvegar í Öræfum þar sem vatn flæðir yfir veg. Rafmagnstruflanir hafa verið í Mýrdal síðan í nótt vegna vatnsveðurs og erfiðlega hefur gengið að tengja varaafl við hluta byggðarinnar.
Formenn þeirra þriggja flokka sem ræða myndun ríkisstjórnar hafa setið á fundi í morgun en ekkert er gefið upp um gang viðræðna. Þingað verður í stærri hópum eftir hádegi.
Landskjörstjórn tilkynnir á morgun úthlutun þingsæta á grundvelli kosningarúrslita. Fundinum hafði upphaflega verið frestað eftir að Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu í Suðvesturkjördæmi.
Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur hjaðnað mjög. Sérfræðingar Veðurstofunnar fljúga dróna yfir gíginn eftir hádegi til að kanna hvort þar sé enn virkni.
Matvælastofnun hefur ekki fundið alifugla smitaða af fuglaflensu, síðan á þriðjudag. Stofnunin er þó enn á neyðarstigi og segir hættuna ekki liðna hjá.
Erfitt hefur reynst að finna lausn til að tryggja framboð á forgangsorku til heimila, fyrirbyggja skort og hemja verðhækkanir. Skylda þarf raforkuframleiðendur til að selja nóg á almennan markað en óljóst er hvernig þeir ættu að skipta þeim kaleik á milli sín.
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist ætla að náða alla þá sem dæmdir voru fyrir árás á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021.