Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 05. október 2023

Sprenging varð í íbúahverfi norður af Stokkhólmi snemma í morgun og er hún talin hluti af uppgjöri glæpagengja. Enginn særðist en töluverðar skemmdir urðu á húsum og innanstokksmunum.

Senda á vallarstjóra Þróttar úr landi síðar í mánuðinum. Hann kom hingað frá Gana og var neitað um alþjóðlega vernd árið 2017. Félagar í Þrótti segja manninn lykilstarfsmann hjá félaginu.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fargaði í síðustu viku mörgum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður. Deildarstjóri hjá heilbrigðiseftirlitinu segir þetta stærra mál en áður hafi komið til kasta eftirlitsins.

Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja í fyrra var með besta móti. Þar munar mestu um góða loðnuvertíð.

Matvælaráðherra var á ráðstefnu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi harðlega gagnrýndur af samráðherra sínum, sem sagði enga þörf á breytingum á sjávarútvegskerfinu.

Leiðtogar meira en fjörutíu Evrópuríkja, þar á meðal Íslands, sitja fund Evrópska stjórnmálavettvangsins sem hófst morgun í Granada á Spáni. Stuðningur vestrænna ríkja við stjórnvöld í Úkraínu er meginefni fundarins.

Hækkanir á stýrivöxtum leggjast þungt á nautgripabændur. Þeir eru skuldsettir vegna endurnýjunar á búnaði og hækkanir bíta þá þeim mun fastar. Staðan var þung fyrir, vegna hækkunar á aðfangaverði og verðbólgu.

Nýtt skjálftatímabil er hafið á Reykjanesskaga, mati náttúruvársérfræðings. Tveir jarðskjálftar meira en 3 stærð urðu þar í morgun.

Norski rithöfundurinn Jon Fosse hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2023.

Frumflutt

5. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,