Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. nóvember 2024

Bandaríkjamenn hella olíu á eldinn með því leyfa Úkraínumönnum beita langdrægum flaugum gegn Rússlandi mati Rússlandsforseta. og þetta þýði NATO komið í stríð við Rússland.

Gert er ráð fyrir Seðlabankinn lækki stýrivexti um allt hálft prósentustig á miðvikudag. Verð á hlutabréfum hefur farið hækkandi vegna þessa.

Kennarar og viðsemjendur þeirra þokast nær samkomulagi. Verkfall er hafið í Menntaskólanum í Reykjavík. Verkfall kennara er í tíu skólum og í Fjölbrautaskóla Suðurlands standa nemendur fyrir mótmælum í dag.

Byggðarráð í Húnabyggð segir hagræðingaraðgerðir Kaupfélags Skagfirðinga séu reiðarslag fyrir starfsmenn sláturhússins á Blönduósi. Óvissa um framhaldið alger.

Mengun í höfuðborg Indlands mælist sextíu sinnum meiri en hámarksmiðvið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Börn mæta því ekki í skóla.

Miklar og dýrar tafir hafa orðið á byggingu hjúkrunarheimilis á Hornafirði og hefur verktakinn farið fram á bætur. Byggingin þykir flókin og verkteikningar voru ekki tilbúnar þegar framkvæmdir hófust.

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza urðu í gær fyrst Íslendinga til keppa í, og vinna verðlaun, á alþjóðlegu móti í listskautum. Þau tryggðu sér um leið sæti á næsta Evrópumóti.

Frumflutt

18. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,