Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 9. janúar 2025

Inga Sæland boðar miklar breytingar á lestrarkennslu. Hún tekur við embætti mennta- og barnamálaráðherra. Ríkisstjórnin situr vinnufund á Þingvöllum þar sem öryggis- og varnarmál verða helsta mál á dagskrá.

Spennan eykst enn á Grænlandi. Trump Bandaríkjaforseta ítrekaði en og aftur í gær hann vildi færa Grænland undir bandaríska stjórn.

Flugvél Landhelgisgæslunnar hélt af stað til Sviss í morgun með allan lager Kerecis til sáraígræðslu. Vörurnar verða notaðar til meðferðar á þeim sem særðust í stórbrunanum á nýársnótt.

Umdeildur fríverslunarsamningur Evrópusambandsins við ríki í Suður-Ameríku var samþykktur af hálfu aðildarríkja ESB í dag. Samningurinn er umdeildur meðal ESB-ríkja og hefur verið í bígerð í aldarfjórðung.

280 milljóna króna tap var á rekstri Reykjalundar á nýliðnu ári og staða félagsins er erfið. Mygla hefur áhrif á starfsfólk og sjúklinga og kallar á dýrar viðgerðir.

Stjórnvöld í Íran klipptu á samband landsins við umheiminn til hefta útbreiðslu langvinnra mótmæla.

Það gæti reynst erfitt fyrir Bandaríkjamenn sýna fram á lögmæti þess hafa tekið yfir rússneska olíuskipið Marinera, mati hafréttarsérfræðings.

Frumflutt

9. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,