Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. júní 2024

Lögregla handtók ungan karlmann í Súðavík í nótt eftir stunguárás í heimahúsi. Einn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur með lífshættulega áverka.

Samningamenn í viðræðum um vopnahlé á Gaza meta svar Hamas við tillögunum sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í fyrradag. Hamas vill Ísrael samþykki varanlegt vopnahlé.

Boðuð eru mótmæli gegn hvalveiðum við Alþingishúsið í kvöld, á sama tíma og eldhúsdagsumræður standa yfir.

Ungverjar ætla ekki standa í vegi fyrir aukinni aðstoð Atlantshafsbandalagsins við Úkraínu, en taka engan þátt í henni, segir forsætisráðherra Ungverjalands. Ræða á um viðtæka hernaðaraðstoð við Úkraínu á leiðtogafundi NATO í næsta mánuði.

Þrír voru handteknir við húsleit í austurborg Reykjavíkur í síðustu viku í tengslum við rannsókn lögreglu á Quang Lé. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í 14 vikur grunaður um mansal og peningaþvætti.

Margir hringdu á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í gær og leituðu ráða þegar gosmengunin yfir.

Íslenskir fuglaskoðarar hafa elst við sjaldséðan sjófugl undanfarna daga. Fuglinn er af tegund Svaltrosa, en heimkynni hans eru hinum megin á hnettinum.

Frumflutt

12. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,