Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29.júlí 2024

Engin merki sjást um hlaupóróa undir Mýrdalsjökli og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega frá því í gær. Verið er laga hringveginn sem skemmdist í hlaupinu um helgina.

Stjórnvöld í Chile, Bandaríkjunum og á Spáni hafa efasemdir um réttmæti forsetakosninganna í Venesúela. Nicolas Maduro var lýstur sigurvegari og verður áfram forseti næstu sex ár.

Stækkandi íbúðahverfi, atvinnulífsuppbygging og fjölgun baðstaða á höfuðborgarsvæðinu kallar á stærra flutningskerfi fyrir heitt vatn. Heitavatnslaust verður frá Breiðholti til Hafnarfjarðar í einn og hálfan sólarhring í ágúst þegar lögn verður tengd.

Hætta á harðnandi átökum milli Ísraels og Hezbollah í Líbanon stigmagnast. Stjórnvöld í Ísrael undirbúa hefndarárásir.

Skemmdarverk voru unnin á ljósleiðarakerfi Frakklands í nótt. Ekki liggur fyrir hvort þau tengjast skemmdarverkum á lestakerfi landsins á föstudag.

Bandaríkjaforseti hyggst leggja fram tillögur um breytingar á lögum um hæstarétt landsins í dag. Þar verður meðal annars lagt til takmarka embættissetu dómara.

Frumflutt

29. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,