ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29. mars 2024

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að bætur sem Vinnslustöðin hefur viðurkennt vegna skemmdu vatnslagnarinnar til Eyja séu langt frá því að duga til að bæta lögnina. Útgerðin verði að gera meira til að tjónið lendi ekki á íbúum.

Alþjóðadómstóllinn, sem hefur ásakanir um þjóðarmorð á Gaza til meðferðar, segir að Ísraelar verði að hleypa meiri hjálpargögnum inn á ströndina. Átökin í grannríkjunum stigmagnast enn – 46 létust í árás Ísraela á Sýrland í nótt.

Slökkvilið Grindavíkur þarf að beita ýmsum brögðum til að reyna að hefta gróðurelda við gosstöðvarnar. Mikill þurrkur er á suðvestanverðu landinu og þarf lítið til að sinueldur kvikni.

Hart verður tekist á um völdin í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands, þegar sveitarstjórnarkosningar verða haldnar í landinu á sunnudag. Sigur núverandi borgarstjóra gæti fleytt honum í forsetaframboð eftir fjögur ár.

Hvassviðrið setur strik í reikning skíðamanna um páskana. Það er lokað á skíðasvæðinu á Siglufirði vegna veðurs en opið víðast hvar annars staðar. Skíðagarpar verða þó líklega rjóðir í vöngum og vindbarðir eftir daginn.

Frumflutt

29. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,