Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14. desember 2025

Ellefu voru drepnir í skotárás í útjaðri Sydney í Ástralíu í morgun. Þar fór fram samkoma í tilefni af ljósahátíð gyðinga. Lögregla segir þetta hafa verið hryðjuverkaárás sem beindist gegn gyðingum.

Breytingar á lögum um hlutdeildarlán gætu valdið hækkun húsnæðisverðs og haft neikvæð áhrif á efnahagslegan stöðugleika. Þetta kemur fram í umsögn Seðlabanka Íslands við frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra. Bankinn varar við því gera fleirum kleift taka hlutdeildarlán.

Sveitarstjórar Dalabyggðar og Húnaþings vestra eru ánægðir með góða þátttöku í íbúakosningum um sameiningu sveitarfélaganna. Tillagan var felld með töluverðum meirihluta.

Engan sakaði þegar eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi við Snorrabraut í Reykjavík í gærkvöld. Eldsupptök eru ókunn en mikið tjón varð í íbúðinni.

eru margir farnir huga því finna sér jólatré. Við ætlum gera það líka í lok fréttatímans, og fara uppí Vindáshlíð í Kjós.

Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta lýkur í dag. Þýskaland og Noregur mætast í úrslitaleiknum.

Frumflutt

14. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,