ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29. janúar 2023

Formaður Eflingar vill að félags- og vinnumarkaðsráðherra beiti sér fyrir því að ríkissáttasemjari dragi til baka miðlunartillögu sína og hefur farið fram á fund með ráðherra í fyrramálið, áður en dómsmál sáttasemjara verður tekið fyrir í héraðsdómi.

Þingmaður vinstri grænna segir miðlunartillögu ríkissáttasemjara vega hart að réttindum launafólks. Embættið sé rúið trausti verkafólks.

Ríkistjórn Ísraels ætlar grípa til aðgerða eftir tvær skotárásir í Jerúsalem um helgina. Til umræðu er að auðvelda almennum borgurum að bera vopn og svipta fjölskyldur árásarmanna ýmsum réttindum.

Appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi á morgun. Almannavarnir funda í dag til að meta mögulegar afleiðingar lægðarinnar, sem veðurfræðingur kallar ?klassíska vetrarlægð.?

Minnst þúsund börn forðast að mæta í skólann af því að þeim líður illa þar. Ráðgjafahópur umboðsmanns barna segir að ekki sé tekið nægjanlegt tillit til ólíkra þarfa barna og breytingar á skólakerfinu gangi of hægt, en hópinn skipa börn á aldrinum tólf til sautján ára.

Sporðdrekasveitin svokallaða í lögreglunni í Memphis í Bandaríkjunum hefur verið leyst upp eftir að liðsmenn hennar bönuðu Tyre Nichols.

Frumflutt

29. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,