Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. maí 2024

Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti Í Biskupstungum í lok apríl.

Framlag Íslands í Eurovision fékk aðeins 3 stig, fæst allra í ár. Þetta er í fjórða sinn frá upphafi sem ísland lendir í síðasta sæti. Svissneski sigurvegarinn spurði hvort tilefni væri til laga keppnina.

Talskona Stígamóta segir íslensk stjórnvöld brjóta gegn alþjóðlegum skuldbindingum með því vísa þremur konum sem eru þolendur mansals úr landi. Þær voru handteknar á föstudag og verða fluttar til Nígeríu annað kvöld.

Orkusjóður ætlar veita styrki til kaupa á vörubílum sem ekki losa gróðurhúsalofttegundir. Styrkurinn er allt 15 milljónir fyrir hvern vörubíl.

Tekist er hart á um framtíð Georgíu. Tugir þúsunda mótmæltu í höfuðborginni Tbilisi í gærkvöldi og eru það fjölmennustu mótmælin til þessa.

Fjölmiðlanefnd hefur sektað mbl.is fyrir brot gegn banni við duldum viðskiptaboðum. Miðillinn hafi í nærri fimmtíu skipti brotið gegn banninu.

Oddaleik þarf til knýja fram úrslit í undanúrslita einvígi Vals og Njarðvíkur í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Frumflutt

12. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,