Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 19. maí 2024

Yfir 30 manns voru drepin í árás Ísraelsmanna í miðri Gaza í nótt. Bardagar fara harðnandi í mið- og norðurhluta héraðsins sem er þegar talið á valdi Ísraelshers.

Um áttatíu skjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Sundhnúksgíga á Reykjanesskaga síðastliðinn sólarhring. Það er örlítið meiri jarðskjálftavirkni en verið hefur undanfarna daga.

Djúp lægð gengur yfir landið í dag og varar Veðurstofan við hvassviðri og hríðarveðri. Útlitið er betra á morgun og er fólki því ráðlagt bíða með ferðalög í dag.

Formaður Neytendasamtakanna óttast opinberir starfsmenn veigri sér við því tjá sig eftir Matvælastofnun var dæmd til greiða bætur vegna athugasemda um Brúnegg.

Bæjarstjóri Ölfus sakar bæjarfulltrúa minnihlutans um brot á trúnaði vegna áforma um uppbyggingu mulningsversmiðju í sveitarfélaginu.

Eggjavertíðin á Langanesi stendur sem hæst en heimamenn sækja tugi þúsunda af svartfuglseggjum í björgin á hverju vori. Þeir segja sjaldan eða aldrei hafi verið jafnmikið af svartfugli á Langanesi og í ár.

Jurgen Klopp stýrir Liverpool í síðasta sinn í dag þegar úrslitin ráðast í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Frumflutt

19. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,