Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar hvort gáleysi skipverja sem skemmdu vatnslögnina til Eyja, sé refsiverð. Ef leiðslan gefur sig er óvíst að hægt verðiað tryggja atvinnulífinu í bænum ferskvatn. Yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðherra fóru til Eyja í dag.
Karlmaður á fertugsaldri, sem var fluttur á sjúkrahús eftir eldsvoða í Stangarhyl á sunnudag, er látinn. Þetta er annað dauðsfallið á stuttum tíma eftir eld í atvinnuhúsnæði þar sem fólk býr.
Verði heilbrigðiskerfi ekki komið fljótt í gang á Gaza er hætt við að fleiri deyi úr sjúkdómum en hafa þegar beðið bana í sprengjuárásum.
Dregið hefur úr aflögun og skjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur, enn eru taldar líkur á eldgosi og líklegast að gjósi austan Sýlingarfells. Vísbendingar eru um að höfnin í Grindavík hafi dýpkað í jarðhræringunum.
Ekki hafa allir Grindvíkingar tök á að snúa til vinnu þó að fyrirtæki í bænum geti hafið starfsemi. Formaður verkalýðsfélags Grindavíkur segir atvinnurekendur sýna því skilning.
Vopnfirðingar fengu dísilblandað bensín hjá N1 í næstum sex sólarhringa áður en uppvíst varð um mistök Olíudreifingar við áfyllingu. Tuttugu tveir bílar bílar hafa farið í viðgerð og verða líklega fleiri.