Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 06. janúar 2024

Þingflokksformaður Viðreisnar segir mál matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða alvarlegt. Hún vill sjá ráðamenn taki áliti umboðsmanns alvarlega áður en hún kallar eftir afsögn ráðherra.

Stórt gat kom á skrokk Boeing 737 Max 9 vélar bandaríska flugfélagsins Alaska Airlines skömmu eftir flugtak í gærkvöld. Félagið hefur kyrrsett allar vélar þessarar gerðar. Fjórar slíkar eru í flota Icelandair.

Heilbrigðisráðherra segir reynt hafi verið virkja aðrar heilbrigðisstofnanir á höfuðborgarsvæðinu, til fyrirbyggja of mikið álag á Landspítala vegna árstíðabundinna veikinda. Það hafi þó ekki dugað til.

Orkubú Vestfjarða gerir ráð fyrir brenna 3,4 milljónum lítra af olíu á næsta ári vegna orkuskerðinga. Orkan er skert vegna lágrar vatnsstöðu í Þórisvatni.

Hezbollah-samtökin létu eldflaugum rigna yfir herstöð Ísraelshers í morgun. Óttast er átökin teygi anga sína víðar. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er á ferð um Miðausturlönd til reyna tryggja svo fari ekki.

Joe Biden beindi spjótum sínum Donald Trump þegar hann hóf formlega kosningabaráttu sína fyrir komandi forsetakosningar. Hann segir Trump reiðubúinn fórna lýðræðinu til komast til valda.

Bláa lónið var opnað fyrir baðgestum í dag. Framkvæmdastjóri lónsins segir áætlanir til staðar ef þurfi rýma svæðið.

Frumflutt

6. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,