Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 05. janúar 2024

Tæplega tvö hundruð fjölskyldur frá Grindavík vantar enn varanlegt húsnæði. Innviðaráðherra lagði niðurstöður starfshóps um húsnæðismál Grindvíkinga fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann segir flókið koma öllum fyrir en stjórnvöld séu farin sjá til lands.

Búist er við ríkisstjórnin kynni innlegg sitt í kjaraviðræður á fundi með verkalýðshreyfingunni í hádeginu. Bæði fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og SA láta vel af gangi viðræðna.

Formaður Sameykis segir tómt mál tala um breiðfylkingu og þjóðarsátt á vinnumarkaði án aðkomu opinberra starfsmanna og fulltrúa hagsmunahópa eins og öryrkja og aldraðra. Hann telur ekki verið búið leggja línur fyrir alla aðra, ef saman gengur með ASÍ og SA.

Hægst hefur á kvikusöfnun í Öskju og minni líkur eru á miklum hræringum þar í bili. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir landris haldi þó áfram í eldstöðinni. Nýtt hættumat fyrir Reykjanesskaga verður birt eftir hádegi og vel er fylgst með Grímsvötnum.

Hamas fer ekki áfram með stjórn á Gaza, heldur aðrir valdhafar frá Palestínu, gangi áætlanir varnarmálaráðherra Ísrales eftir.

Norður-Kórea skaut sprengjum í átt tveimur eyjum í lögsögu Suður-Kóreu í morgun. Engan sakaði. Spenna hefur stigmagnast á Kóreuskaga síðustu vikur.

Nokkur ólga er meðal írskra sjómanna vegna viðræðna sem Íslendingar eru sagðir eiga við Evrópusambandið um veiðar innan írskrar lögsögu. Írar segja ef Íslendingar fái aðgang henni geti afleiðingarnar orðið alvarlegar.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hélt af landi brott í morgun, viku fyrir fyrsta leik liðsins á EM. Gísli Þorgeir Kristjánsson, nýkjörinn íþróttamaður ársins, segir það sinn stærsta draum vinna til verðlauna á mótinu.

Frumflutt

5. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,