Seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum vegna óvissu með framvindu mála á Reykjanesskaga en Seðlabankastjóri segir að miðað við stöðuna í hagkerfinu í dag hefðu verið góð rök fyrir að hækka stýrivexti
Sakborningarnir 25 í Bankastrætismálinu svokallaða voru allir sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sá sem fékk þyngstu refsinguna var dæmdur í sex ára fangelsi.
Vopnahlé á Gaza tekur líklega ekki gildi fyrr en í fyrramálið. Ísraelsher hefur haldið áfram loftárásum í dag. Gert er ráð fyrir að fimmtíu gíslum verði sleppt úr haldi Hamas en unnið er að því að fá alla 240 gíslana lausa.
Dregið hefur úr innflæði kviku í kvikuganginn á Reykjanesskaga og skjálftavirkni hefur minnkað. Unglingar úr grunnskóla Grindavíkur mæta í Laugalækjarskóla í Reykjavík í dag.
Töluvert fleiri sjúklingar hafa verið á Landspítalanum undanfarið en spítalinn getur með góðu móti sinnt. Fólk er hvatt til að leita annað en á bráðamóttöku ef það getur.
Innviðaráðherra segir vatnsveitu til Vestmannaeyja alfarið á hendi sveitarfélagins. Ríkið veiti eingöngu styrk úr ríkissjóði vegna nýrrar leiðslu í framtíðinni.
Hollendingar ganga að kjörborðinu í dag, í kosningum sem marka lok á þrettán ára valdatíð Marks Rutte forsætisráðherra.