Mannbjörg varð út af Garðskaga í nótt eftir að strandveiðibát hvolfdi. Grunur er um að stórt flutningaskip hafi siglt á hann og því var stefnt til hafnar. Sjómaður sem bjargaði vini sínum segir þetta sinn dýrmætasta róður. Hann telur einsýnt að flutningaskipið hafi hvolft bátnum.
Ástand forsætisráðherra Slóvakíu, sem var sýnt banatilræði í gær, er stöðugt en alvarlegt. Sá sem grunaður er um verknaðinn hefur verið kærður fyrir morðtilraun.
Það gengur ekki að skera niður fé til lögreglunnar segja formaður og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis. Krafa í fjármálaáætlun um aðhald vekur lögreglumönnum ugg.
Ný ríkisstjórn í Hollandi ætlar að segja sig frá innflytjendastefnu Evrópusambandsins og koma á ströngustu stefnu sem sett hefur verið þar. Samið var um myndun ríkisstjórnar í nótt eftir sex mánaða viðræður.
Hafrannsóknastofnun hafa aldrei borist jafn margir eldislaxar úr íslenskum laxveiðiám og á síðasta ári. Talsmaður laxveiðimanna telur að leggja ætti enn meiri áherslu á að sleppa villtum laxi til að styrkja stofninn í baráttunni við strokulax.
Herða á lög vegna notkunar rafhlaupahjóla. Lagt er til að aldurstakmark verði hækkað og skerpt á reglum þegar grunur er um ölvun.