Kvikan í kvikuganginum í grennd við Grindavík er líklega storknuð að stærstum hluta. Kvika getur aftur rutt sér leið inn í ganginn, enda nýstorknuð kvika veikbyggð. Prófessor í jarðeðlisfræði segir ekki borga sig fyrir íbúa Grindavíkur að fara of fljótt aftur til baka.
Allt bendir til þess að frelsun fleiri gísla úr haldi Hamas-samtakanna á Gaza í dag gangi áfallalaust fyrir sig. Vopnahléssamkomulag milli Hamas og Ísral virðist afar brothætt eftir sviptingar gærdagsins.
Einn er þungt haldinn eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði við Stangarhyl í Reykjavík í morgun, tveir aðrir voru fluttir á slysadeild. Mikill eldur var þegar slökkvilið kom á vettvang.
Harðar hömlur á skammtímaleigumarkaði myndu ekki gagnast leigjendum, að mati Samtaka Ferðaþjónustunnar. Vandinn sé þó að of margir stundi skammtímaleigu á svörtum markaði.
Dæmi eru um að látnu fólki séu greiddar bætur á Norðurlöndunum þar sem skráning í einu landi berst ekki til annars. Fulltrúi í norrænum stýrihóp um stjórnsýsluhindranir segir að samræma þurfi allar þjóðskrár á Norðurlöndum til að leysa vandann.
Borgarstjóri kallar eftir breytingum á rekstri íþróttahúsa grunnskóla. Rekstrarhalli þeirra á ársgrundvelli er nú 56 milljónir króna.
Framleiðsla lambakjöts heldur áfram að dragast saman. Lömb, sem færð voru til slátrunar á nýliðnu hausti, voru nærri tuttugu og átta þúsund færri en í fyrra.