Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 16. september 2023

Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ telur bloggfærslur sínar um hinsegin fólk ekki hafa áhrif á stöðu hans sem kennara. Hann hafi aldrei fengið áminningu vegna skrifa sinna og ekki orðið var við þau valdi nemendum vanlíðan.

Fulltrúar skólafélags Menntaskólans á Akureyri afhentu mennta-og barnamálaráðherra undirskriftalista í morgun til mótmæla fyrirhugaðri sameiningu við Verkmenntaskólann. Ráðherra fundar með fulltrúum nemenda og skólanna eftir helgi.

Sendiherra Frakka í Níger er haldið í gíslingu í sendiráðinu, ásamt öllu starfsliðinu. Herforingjastjórnin hefur krafist þess hann, ásamt frönsku herliði, fari úr landi.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ótækt fundargerðir Orkuveitu Reykjavikur skuli ekki birtar opinberlega. Hann telur leyndina tengjast málefnum Ljósleiðarans.

Ekki liggur fyrir hvenær Hvalur átta fær heimild til halda hvalveiðum áfram. Tvær stofnanir fara yfir skýringar Hvals eff á því hvað fór úrskeiðis við dráp á langreyði við upphaf veiðanna.

Ári eftir andlát Mahsa Amini hafa stjórnvöld í Íran hert viðurlög við brotum á lögum um klæðaburð. Lögregla situr um ættingja fólks sem lést í aðgerðum yfirvalda gegn mótmælendum í landinu.

Landris getur haldið áfram árum saman í Öskju án frekari tíðinda sögn náttúruvársérfræðings. viðbragðsáætlun vegna eldgosa norðan Vatnajökuls var kynnt í vikunni.

Úrslit ráðast í bikarkeppni karla í fótbolta á Laugardalsvelli í dag. Víkingur getur unnið í fjórða sinn í röð en KA leitar enn síns fyrsta bikarmeistaratitils.

Frumflutt

16. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,