Minnst þrír eru látnir í loftárásum Ísraelshers á Líbanon í dag og 45 hafa fundist látnir eftir árás á höfuðborgina Beirút á föstudag. Forsætisráðherra Ísraels segist reiðubúinn að gera hvað sem þarf til þess að íbúar Norður-Ísraels verði aftur öruggir.
Þungvopnaðir ísraelskir hermenn réðust inn á skrifstofu fjölmiðilsins Al Jazeera á Vesturbakkanum í morgun og skipuðu forstöðumanni að loka henni samkvæmt dómsúrskurði. Starfsemi Al Jazeera var bönnuð í Ísrael fyrir fjórum mánuðum.
Dómsmálaráðherra segir átta til tólf glæpahópa starfa hér á landi. Sænskir glæpahópar sendi í auknum mæli fólk hingað til lands til að stunda skipulagða glæpastarfsemi.
Formaður Afstöðu segir að fleiri raddir þurfi að heyrast ef átaksverkefni til að draga úr vopnaburði ungmenna eigi að skila árangri. Félagið hyggur á herferð í forvörnum en vill fleiri að borðinu.
Lífeyrir fólks sem hefur greitt í sjóði verkalýðs- og láglaunafólks skerðist ef stjórnvöld hætta að bæta lífeyrissjóðum upp ójafna örorkubyrði, segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Rannsakað er hvort blý, asbest eða önnur eiturefni finnist í lömbum og fiskum nærri Heiðarfjall í Langanesbyggð. Efnin hafa greinst í jarðvegi og eru rakin til eftirlitsstöðvar Bandaríkjahers.
Bíllausi dagurinn er í dag --- Evrópubúar er hvattir til að skilja bílinn eftir heima og velja annan ferðamáta. Við tökum stöðuna á Brussel í fréttatímanum, þar sem hjólreiðafólk hefur tekið undir sig borgina.
Það er ekki sama Baldur og Baldr. Því komst maður að þegar hann vildi fá nafnið Baldr án u í endann skráð í mannanafnaskrá.