Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 22. september 2024

Minnst þrír eru látnir í loftárásum Ísraelshers á Líbanon í dag og 45 hafa fundist látnir eftir árás á höfuðborgina Beirút á föstudag. Forsætisráðherra Ísraels segist reiðubúinn gera hvað sem þarf til þess íbúar Norður-Ísraels verði aftur öruggir.

Þungvopnaðir ísraelskir hermenn réðust inn á skrifstofu fjölmiðilsins Al Jazeera á Vesturbakkanum í morgun og skipuðu forstöðumanni loka henni samkvæmt dómsúrskurði. Starfsemi Al Jazeera var bönnuð í Ísrael fyrir fjórum mánuðum.

Dómsmálaráðherra segir átta til tólf glæpahópa starfa hér á landi. Sænskir glæpahópar sendi í auknum mæli fólk hingað til lands til stunda skipulagða glæpastarfsemi.

Formaður Afstöðu segir fleiri raddir þurfi heyrast ef átaksverkefni til draga úr vopnaburði ungmenna eigi skila árangri. Félagið hyggur á herferð í forvörnum en vill fleiri borðinu.

Lífeyrir fólks sem hefur greitt í sjóði verkalýðs- og láglaunafólks skerðist ef stjórnvöld hætta bæta lífeyrissjóðum upp ójafna örorkubyrði, segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.

Rannsakað er hvort blý, asbest eða önnur eiturefni finnist í lömbum og fiskum nærri Heiðarfjall í Langanesbyggð. Efnin hafa greinst í jarðvegi og eru rakin til eftirlitsstöðvar Bandaríkjahers.

Bíllausi dagurinn er í dag --- Evrópubúar er hvattir til skilja bílinn eftir heima og velja annan ferðamáta. Við tökum stöðuna á Brussel í fréttatímanum, þar sem hjólreiðafólk hefur tekið undir sig borgina.

Það er ekki sama Baldur og Baldr. Því komst maður þegar hann vildi nafnið Baldr án u í endann skráð í mannanafnaskrá.

Frumflutt

22. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,