ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 3. maí 2024

Kona sem hefur verið ákærð fyrir að svipta sex ára son sinn lífi og reyna að bana eldri syni sínum játar sök en ber við ósakhæfi á verknaðarstundu. Málið var þingfest fyrir luktum dyrum í morgun.

Grindvískir leigjendur sem þegið hafa sértækan húsnæðisstuðning greiða hærri leigu en aðrir. Um 880 heimili hafa fengið stuðning frá því í nóvember.

Stofnuð verður nefnd um málefni Grindavíkur. Innviðaráðherra segir að hún taki við ýmsum verkefnum bæjaryfirvalda og almannavarna.

Sendinefnd frá Hamas er á leið til Egyptalands að ræða vopnahlé á Gaza. Leiðtogi samtakanna segist skoða vopnahléstilboð Ísraelsmanna með opnum huga.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakosninga hófst í morgun. Allir tólf forsetaframbjóðendurnir mætast í kappræðum í sjónvarpssal í kvöld. Mikið er í húfi fyrir frambjóðendur, segir stjórnmálafræðingur.

Fulltrúi minnihlutans í Reykjavík telur að yfirsýn yfir rekstur borgarinnar hafi að miklu leyti glatast í fyrra. Hagræða þurfi meira án þess að það bitni á íbúum.

Höfuðstöðvar Fiskistofu í Borgum á Akureyri eru lokaðar tímabundið eftir að þar fannst mygla. Skoða þarf alla bygginguna til að útiloka myglu á fleiri stöðum.

Ný æfing á tvíslá hefur fengið heitið Aðalsteinsdóttir í dómarabók Alþjóðafimleikasambandsins. Æfingin er nefnd eftir fimleikakonunni sem gerði æfinguna fyrst - Thelmu Aðalsteinsdóttur.

Frumflutt

3. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,