Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 16. nóvember 2024

Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið taka ekki sæti á Alþingi hljóti hann kjör í komandi kosningum. Þetta ákvað hann eftir gömul skrif hans á bloggsíðu voru dregin fram í dagsljósið.

Ísraelsmenn hafa í morgun haldið áfram árásum í úthverfum í suðurhluta Beirút, fimmta daginn í röð. Fjöldi fólks hefur þurft flýja heimili sín vegna þeirra.

Björgunarsveitir fóru í tvö útköll vegna óveðursins gær og í nótt. Víða er enn varasamt ferðaveður og illfært.

Úkraínuforseti segist viss um innrásarstríði Rússa ljúki fyrr en ella hefði verið, þegar Donald Trump tekur aftur við stjórnartaumum í Bandaríkjunum. Hann hafi átt uppbyggilegt samtal við Trump eftir kosningarnar.

Fleiri en sjötíu konur hafa verið drepnar af kalrmönnum í Bretlandi það sem af er ári. Heimilisofbeldi gegn konum á Bretlandseyjum hefur verið lýst sem neyðarástandi.

Austfirðingar þurfa ekki lengur setjast upp í flugvél á kostnað ríkisins til komast til augnlæknis. Samningar hafa náðst við augnlækna í Svíþjóð um nýta fjarlækningabúnað til rýna í augnbotna og sjónhimnur eystra.

Í dag er dagur íslenskrar tungu. Sýning á handritunum opnar í Eddu, húsi íslenskunnar, því tilefni.

Og Oslóartréð veður fellt í Norðmannalundi í Heiðmörk í dag eftir kúnstarinnar reglum.

Frumflutt

16. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,