Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verða flutt jólalög eftir bresku tónskáldin Peter Warlock og Elizabeth Poston. Warlock fæddist 1894 og Poston 1905. Þau voru góðir vinir og áttu það sameiginlegt að semja mörg jólalög. Frægasta jólalag Warlocks er "Bethlehem Down", sem hann samdi árið 1927, en Poston er einkum þekkt fyrir jólalagið "Jesus Christ the Apple Tree", sem hún samdi árið 1960. Þessi lög verða sungin í þættinum og einnig minna þekkt jólalög eftir tónskáldin.
Í þættinum er leikin jólatónlist, gömul og ný, rætt er um heilagan Þorlák, leikin tónlist úr Þorlákstíðum og fleiri jólasálmar, m.a. eftir Einar Sigurðsson í Heydölum og Stefán Ólafsson frá Vallanesi, Leif Þórarinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Egil Gunnarsson, svo og þjóðlög.
Flytjendur tónlistar: Hamrahlíðarkórinn ; Marta Guðrún Halldórsdóttir ; Háskólakórinn ; Hljómeyki ; Savanna tríóið.
Endurflutt er erindi Gunnars Gunnarssonar, rithöfundar, frá því í desember 1948, þar sem hann ræðir um sólstöðuhátíðina sem breyttist í kristna hátíð eftir fæðingu drengsins sem skírður var Jesú og nefndur Jesú Kristur.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Veðurstofa Íslands.
Þáttaröð í fjórum hlutum sem fjalla um birtingarmyndir fötlunar í menningu og listum. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir leiða hlustendur í gegnum sögu fötlunar, skilgreiningar hennar og hvaða mynd listin dregur upp af fötluðu fólki. Þær ræða við fræða- og listafólk, höfunda, fatlað fólk og aðgerðasinna sem sér efnið út frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson.
Í þessum þætti verður kveikt á sjónvarpinu og farið í bíó. Birtingarmyndir fötlunar í kvikmyndum og sjónvarpi hefur tekið breytingum í gegnum árin, þar eru fatlaðar persónur oft annað hvort hetjan eða skúrkurinn og í gegnum söguna hafa ófatlaðir leikarar sem leika fatlaða persónu gjarnan verið tilnefndir til verðlauna, og unnið. Og myndlistin verður líka skoðuð og hvernig fötlun birtist í listinni og hver tækifæri fatlaðra listamanna eru.
Viðmælendur þáttarins: Kristín Björnsdóttir prófessor í fötlunarfræði menntunar við Háskóla Íslands, Kjartan Þór Ingason verkefnastjóri hjá ÖBÍ, Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona, Margrét Norðdahl myndlistarmanneskja og framkvæmdastýra Listvinnslunnar, Inga Björk Margrétar- Bjarnadóttir listfræðingur og doktorsnemi.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson.

Prestur og lesari: Bragi J. Ingibergsson
Organisti og kórstjórin: Sveinn Arnar Sæmundsson
Kór Víðistaðasóknar
Einsöngvarar: Lára Ruth Clausen, Sigurður Skagfjörð Steingrímsson
TÓNLIST Í MESSUNNI:
Forspil: Himna rós, leið og ljós Ísl. Þjóðlag - Stefán Ólafsson
Himna rós, leið og ljós Ísl. Þjóðlag - Stefán Ólafsson
Ljóss barn Charlton R. Young - Kristján Valur Ingólfsson
Nóttin var sú ágæt ein Sigvaldi Kaldalóns - Einar Sigurðsson
Þá nýfæddur Jesús William J. Kirkpatrick - Björgvin Jörgensson
Ég sá til fólks er fór um veg Enskt þjóðlag - Gunnlaugur V. Snævarr - Úts. Ralph Waughan William
Hátíð fer að höndum ein Ísl. þjóðlag - 1. vers: ísl. Þjóðvísa, 2., 4. og 5. vers: Jóhannes úr Kötlum
Syngjum leikum létt og kátt Franskt þjóðlag - Rúnar Einarsson
Um jól Elizabeth Maconchy - Kristín Jóhannesdóttir
Fögur er foldin Þjóðlag frá Schlesíu – Matthías Jochumsson – Úts. Anders Öhrwall
Faðir vor
Eftirspil: In dulci jubilo Orgelútsetning: Marcel Dupré
Útvarpsfréttir.
Vegagerðin ætlar koma upp nýrri varnarlínu við Þjóðveginn hjá Vík í Mýrdal. Endurtekin flóð hafa veikt sjávarkambinn fyrir austan bæinn og sjór hefur gengið lengra inn á land og ógnað veginum.
Bandaríkjamenn tóku í gær yfir stjórn olíuskips á leið frá Venesúela. Það er í annað sinn í þessum mánuði sem það er gert. Skipið var á alþjóðlegu hafsvæði.
Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að setja verklagsreglur um hvenær læknum beri að rjúfa trúnaðarskyldu við sjúklinga - í ljósi nýfallins dóms yfir konu sem beitti föður sinn alvarlegu ofbeldi í langan tíma.
Gyðingar á Íslandi finna fyrir auknum fordómum hér á landi vegna stríðsins á Gaza og vilja síður opinbera trúa sína . Þetta kemur fram í grein í ísraelskum fjölmiðli.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur verið við völd í eitt ár í dag. Inga Sæland fer með fer með málefni þriggja ráðuneyta á meðan innviðaráðherra fer í fæðingarorlof.
Sænskir þjófar hafa verið ákærðir fyrir þjófnað á Pókemon-spilum fyrir á aðra milljón sænskra króna.
Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir mun spila á sterkustu mótaröð Evrópu á næsta ári, LET Evrópumótaröðinni og Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir sigur á Everton í gær.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum síðasta þætti Krakkaheimskviða fyrir jól skoðar Karitas jólaverur frá ýmsum löndum með aðstoð Ingibjargar Fríðu Helgadóttir, umsjónarmanns Þjóðsögukistunnar á Rás 1.
Hljóðritun frá fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fóru í Eldborg, Hörpu 14. desember sl.
Á þessum hátíðlegu tónleikum hljóma sígildar jólaperlur og klassísk jólaævintýri sem koma öllum í jólaskap.
Ásamt hljómsveitinni koma fram Bjöllukórar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónstofu Valgerðar, Stúlknakór Reykjavíkur, Kammerkórinn Aurora, slagverkshópur úr Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, trompetleikarar úr Ungsveitinni þau Ingunn Erla Sigurðardóttir, Pétur Arnþórssson og Almar Örn Arnarson og dansarar úr Listdansskóla Íslands.
Einsöngvarar: Kristjana Stefánsdóttir, Einar Örn Magnússon og Kolbrún Völkudóttir.
Kynnir: Trúðurinn Barbara.
Stjórnandi: Elias Brown.
Vetrarsólstöður hafa haft djúpa merkingu fyrir mannkynið frá örófi alda óháð trúar- og lífsskoðunum. Á þessum dimmasta degi ársins höfum við horft til sólar og fagnað nýrri von; Veturinn hefur náð hámarki sínu og fyrir mörg okkar er þetta tími samveru, þakklætis og íhugunar um lífið og samböndin okkar.
Svo byrjar ljósið smám saman að taka aftur völdin; Við þreyjum þorrann og eftir það finnum við fyrir vorsólinni. Þessi dagur táknar því ekki aðeins endurnýjum heldur einnig náttúrulegan takt lífsins. Í vetrarsólstöðum felst einnig von um betri tíð.
Í tilefni dagsins býður Siðmennt, félag húmanista á Íslandi, upp á hátíðardagskrá, sem að þessu sinni hverfist um vonina. Við skoðum hvernig vonin birtist í lífi okkar, hvernig hún heldur okkur gangandi í gegnum myrkrið og hvernig hún getur orðið leiðarljós inn í nýtt ár.
Fram koma:
Fríða Ísberg - flytur þrjú sérvalin ljóð.
Sindri Freyr Bjarnabur - flytur brot úr bók í vinnslu sem heitir Sögur til afa.
Bjarni Snæbjörnsson - flytur hugvekju sem ber heitið Hugrekki til að vona.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, formaður Siðmenntar - flytjur kveðju frá Siðmennt.
Þáttastjórnandi er Bjarni Snæbjörnsson.
Tónlist:
Jólaljósin - Elín Ey
Hinsegin jólatré - Bogomil Font og Stórsveit Reykjavíkur
Jólasnjór - KK og Ellen
Yfir fannhvíta jörð - Gunnar Gunnarsson
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Reykjavik Early Music Festival í Norðurljósum Hörpu 16. apríl 2025.
Concerto Scirocco hópurinn leikur.
Alfia Bakieva, fiðla
Pietro Modesti, kornet
Henry van Engen og Nathaniel Wood sackbut (barokkbásúna)
Luca Bandini , víóla
Giovanni Bellini, Theorbo
Michele Vannelli, cembalo
Guila Genini , dulcian - barokkfagotti og blokkflautur.
Efnisskrá:
Samuel Scheidt - Conzona “Es-ce mars”
Marco Uccellini - Aría Decima Terza sopra.Queste Bella Sirena
Bartolomé de Selma y Salaverde
- Susana Passegiata
-Conzon Settima a due chori
Samuel Scheidt - Canzon Bergamasca
Girolamo Frescobaldi - Coapriccio Il sopra il cucco - sembal sólo
Bartolomé de Selma y Salaverde- Canzon seconda a violino solo
Giovanni Picchi - Conzon XI
Girolamo Frescobaldi - Canzon a due Bassi
Andrea Folconieri - Sinfonia Seconda/Brando de Abril
Antonio Ferro - Sonata a 5
Andrea Falconieri - Folias m flautu
Samuel Scheidt - Gallard Battaglia
Önnur tónlist í þættinum:
Maurice Ravel - Jeux d'Eau - Tania Hotz
Salbjörg Sveinsdóttir Hotz - Greinin skíra

Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.

Fréttir
Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir kynntust árið 1994 þegar þær byrjuðu í Austurbæjarskóla og hafa verið vinkonur síðan þá.
Í þáttaröðinni velta þær fyrir sér hvað „vinkonur“ eiginlega eru – og skoða sérstaklega hvernig vináttan fullorðnast.
Þær grafa upp gömul samskipti sín á milli og afhjúpa ýmislegt sem þær ætluðu aldrei að segja nokkrum lifandi manni.
Fleiri vinkonur koma líka við sögu.
Halla minnist orða móður sinnar, að vinátta kvenna breytist þegar þær hafa stofnað fjölskyldu. Þær leiki annað hlutverk. Nú leikur þeim forvitni á að vita hvort þetta sé satt.
Lesarar:
Anna Bíbí Wium Axelsdóttir
Ísafold Kristín Halldórsdóttir
Einnig heyrist í Sr. Jóni Dalbú Hrjóbjartssyni í upptöku frá Hallgrímskirkju frá árinu 2003.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Sólveig Jónsdóttir stjórnmálafræðingur og rithöfundur, en hún var að senda frá sér bókina Móðurlíf II, framhald af bókinni Móðurlíf, sem var örsagnasafn um allar mögulegar og ómögulegar tilfinningar tengdar móðurhlutverkinu. Við fengum hana til þess að segja okkur um nýju bókina og svo auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Hver á mig? e. Hörpu Rún Kristjánsdóttur
Jórvík e. Þorstein frá Hamri
Ireland in Iceland e. Manchán Magan
On Writing e. Stephen King
Antarctica e. Claire Keegan
Ferð Eiríks til Ásgarðs og Ferð Eiríks til Jötunheima e. Lars Henrik Olsen
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Við veljum saman brot af því besta í síðasta þættinum fyrir jól. Við fjölluðum um Sharenting í nóvember og áform yfirvalda á Spáni að setja skorður á það hverju foreldrar megi deila af börnum sínum á netinu og hverju ekki. Og svo reyndum við að svara stærri spurningum, hversu miklu af lífi barna er í lagi að deila á samfélagsmiðlum? Hvað þurfum við að hafa í huga og hverjar geta hætturnar verið? Svo fjöllum við um fréttaljósmyndun. Það er umfjöllun frá því í september, en við tókum viðtal við framkvæmdastjóra World Press Photo í tilefni af 70 ára afmæli samtakanna og fórum yfir nokkrar af eftirminnilegustu fréttaljósmyndum sögunnar.
Þáttaröð í fjórum hlutum sem fjalla um birtingarmyndir fötlunar í menningu og listum. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir leiða hlustendur í gegnum sögu fötlunar, skilgreiningar hennar og hvaða mynd listin dregur upp af fötluðu fólki. Þær ræða við fræða- og listafólk, höfunda, fatlað fólk og aðgerðasinna sem sér efnið út frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson.
Í þessum þætti verður kveikt á sjónvarpinu og farið í bíó. Birtingarmyndir fötlunar í kvikmyndum og sjónvarpi hefur tekið breytingum í gegnum árin, þar eru fatlaðar persónur oft annað hvort hetjan eða skúrkurinn og í gegnum söguna hafa ófatlaðir leikarar sem leika fatlaða persónu gjarnan verið tilnefndir til verðlauna, og unnið. Og myndlistin verður líka skoðuð og hvernig fötlun birtist í listinni og hver tækifæri fatlaðra listamanna eru.
Viðmælendur þáttarins: Kristín Björnsdóttir prófessor í fötlunarfræði menntunar við Háskóla Íslands, Kjartan Þór Ingason verkefnastjóri hjá ÖBÍ, Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona, Margrét Norðdahl myndlistarmanneskja og framkvæmdastýra Listvinnslunnar, Inga Björk Margrétar- Bjarnadóttir listfræðingur og doktorsnemi.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Kraftur hugans skoðaður til að ná aftur bata eftir veikindi og til að líða almennt betur í lífinu. Kenning þáttarins er sú að ef við notum hugann meðvitað á jákvæðan hátt þá aukast líkurnar á því að við getum læknast af hvers kyns veikindum og eignast þannig nýtt og betra líf.
Umsjón: Hrefna Guðmundsdóttir


Veðurfregnir kl. 22:05.
Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld var fæddur árið 1925.
Árið 1997 gerði Bjarki Sveinbjörnsson þrjá þætti í þáttaröðinni Tónstiginn, sem tileinkaðir voru Magnúsi og tónlist hans.
Þátturinn er helgaður tónskáldinu og píanóleikaranum Magnúsi Blöndal Jóhannssyni.
Flytjendur: Magnús Blöndal Jóhannsson ; Guðmunda Elíasdóttir ; Guðrún Tómasdóttir ; Gunnar Eyjólfsson ; Jane Carlson ; Mr. Gesante

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Salka Sól Eyfeld.

Freyr Eyjólfsson mætir með kaffibollann sinn og grúskar í allskonar tónlist frá ýmsum tímum.
Útvarpsfréttir.
Vegagerðin ætlar koma upp nýrri varnarlínu við Þjóðveginn hjá Vík í Mýrdal. Endurtekin flóð hafa veikt sjávarkambinn fyrir austan bæinn og sjór hefur gengið lengra inn á land og ógnað veginum.
Bandaríkjamenn tóku í gær yfir stjórn olíuskips á leið frá Venesúela. Það er í annað sinn í þessum mánuði sem það er gert. Skipið var á alþjóðlegu hafsvæði.
Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að setja verklagsreglur um hvenær læknum beri að rjúfa trúnaðarskyldu við sjúklinga - í ljósi nýfallins dóms yfir konu sem beitti föður sinn alvarlegu ofbeldi í langan tíma.
Gyðingar á Íslandi finna fyrir auknum fordómum hér á landi vegna stríðsins á Gaza og vilja síður opinbera trúa sína . Þetta kemur fram í grein í ísraelskum fjölmiðli.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur verið við völd í eitt ár í dag. Inga Sæland fer með fer með málefni þriggja ráðuneyta á meðan innviðaráðherra fer í fæðingarorlof.
Sænskir þjófar hafa verið ákærðir fyrir þjófnað á Pókemon-spilum fyrir á aðra milljón sænskra króna.
Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir mun spila á sterkustu mótaröð Evrópu á næsta ári, LET Evrópumótaröðinni og Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir sigur á Everton í gær.

Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Men without hats áttu Nýjan ellismell vikunnar, Shakin' Stevens var með topplagið í Bretlandi á þessum degi árið 1985 en það var lagið Merry Christmas everyone sem við þekkjum sem Snjókorn falla með Ladda, Eitís plata vikunnar var safnplatan A Very special Christmas sem kom út árið 1987 og var gefin út til að safna fé í styrktarsjóð Olympíuleika fatlaðra.
Lagalisti:
Páll Óskar og Benni Hemm Hemm - Valentínus.
Justin Bieber - Mistletoe.
Madonna - Like A Prayer.
Laufey - Christmas Magic.
Katie Melua - Just Like Heaven.
Bríet - Sweet Escape.
Donny Hathaway - This Christmas.
Mugison - Til lífsins í ást.
Band Aid - Do They Know It's Christmas.
Sóldögg - Friður.
Shakin' Stevens - Merry Christmas everyone.
Kylie Minogue - XMAS.
Helgi Björnsson - Himnasmiðurinn.
Tony Bennett - Winter Wonderland.
14:00
Regína Ósk - Fyrstu jólin.
Fleetwood Mac - Landslide.
Björgin Halldórsson og Ruth Reginalds - Þú Komst Með Jólin Til Mín.
Kajagoogoo - Too Shy.
Erik Grönwall - Oh Holy night.
Geese - Cobra.
Sigurður Guðmundsson og Una Torfadóttir - Þetta líf er allt í læ.
Stefán Hilmarsson - Það má lyfta sér upp.
Nat King Cole - The Christmas Song.
Men Without Hats - In Glorious Days.
Ragnheiður Gröndal - Jólin með þér.
Bryan Adams - Heaven.
Ylja - Have yourself a merry little Christmas.
15:00
GDRN - Hvað er ástin.
Lóm og Rakel Sigurðardóttir - Jólin eru að koma.
Fatboy Slim og The Rolling Stones - Satisfaction Skank.
Of Monsters and Men - Ordinary Creature.
Simply Red - Money's Too Tight To Mention.
Guðmundur Annas Árnason - Alvörujól.
Sigríður Beinteinsdóttir - Jólin Byrja Í Dag.
Magni Ásgeirsson - Lýstu upp desember.
Stevie Nicks - Silent night.
RUN DMC - Christmas in Hollis.
Queen - Thank God It's Christmas.
Geir Ólafsson - Jólamavurinn.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Blönduð tónlist sem fer vel á meðan sunnudagssteikin mallar í ofninum.

Fréttastofa RÚV.

Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Tónlistarmaðurinn Leifur Gunnarsson stefnir saman alls konar tónlistarfólki og vinum og gerir splúnkunýja jólaplötu með jólalögum um hversdaginn í jólunum. Flytjendur eru auk Leifs sjálfs, Kjalar, Strengir, Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Helga Margrét Clarke, Marína Ósk og Ingrid Örk Kjartansdóttir, auk fjölda tónlistarmanna.