Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 4. desember 2016: Þátturinn í dag er helgaður hrekkjum, grikkjum, glensi, gríni og kímnigáfu almennt. Við gefum okkur fram við lögregluna og játum á okkur hrekki. Við tölum við prest og þungarokkara og fáum léttan brag um elsta hrekkjalóminn.
Dagskrárgerð: Dagur Gunnarsson, Rúnar Snær Reynisson, Rögnvaldur Már Helgason og Sunna Valgerðardóttir.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Bæn og hugleiðing að morgni dags.


Útvarpsfréttir.

Einstaklingar héðan og þaðan leika tónlist að eigin vali í þáttaröð frá vetrinum 2013-2014


Umsjón: Kristján Kristjánsson.


frá Veðurstofu Íslands.

Í þáttaröðinni fjallar Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður um fyrstu fótboltamennina frá gömlu Júgóslavíu sem komu til Íslands á árunum 1989-1992 til að spila fótbolta og settust svo hér að. Framleiðandi: Þorgerður E. Sigurðardóttir. Hljóðmynd: Jón Þór Helgason.
Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
Það vakti athygli á sínum tíma þegar okkar menn fengu íslenskt ríkisfang að þeir þurftu flestir að taka sér upp íslensk nöfn og nota samhliða nöfnunum sem þeir báru áður og bera enn. Í þessum þætti heyrum við söguna á bak við þessi íslensku nöfn, hvers vegna þeir urðu Íslendingar og um möguleikann á að spila fyrir íslenska landsliðið. Rætt er við Izudin Daða Dervic, Milan Stefán Jankovic, Ejub Purisevic , Zoran Daniel Ljubicic, Luka Lúkas Kostic, Goran Kristófer Micic, Salih Heimi Porca, Heimi Karlsson, Hajrudin Cardaklija, Rúnar Kristinsson og Guðna Bergsson.


Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Tónlist héðan og þaðan

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Nick Fuentes er kristinn þjóðernissinni og kynþáttahatari og vill að hvítir, kristnir karlmenn fari með tögl og hagldir í bandarískum stjórnmálum. Hann hefur sagst vera á móti lýðræði því það steypi saman ólíkum og ósamræmanlegum hagsmunum. Lýðræði leiði alltaf á endanum til þess að þjóðríkið bíði óafturkræfan skaða. Hann segist líka elska Hitler, hefur lagst gegn því að konur séu útivinnandi, talað vel um aðskilnað svartra og hvítra í Bandaríkjunum og hefur almennt spúið hatri sínu á öllum mögulegu þjóðfélagshópum og trúarhópum.
En mögulega býr eitthvað annað að baki því. Hvað þýðir það að frægum stjórnmálaáhrifavaldi sé sama um að vera kallaður rasisti, nasisti eða eitthvað annað? Hvað þýðir það að einhver skuli storka samfélagslegum normum með þessum hætti og hvað þýðir það að þannig málflutningur fái hljómgrunn hjá hundruð þúsundum eða jafnvel milljónum víða um heim.
Svo fjöllum við um pöndupólitík, en það má segja að pöndur séu krúttlegustu diplómatarnir. Talið er að pöndur í heiminum séu nú um 2.700. Þar af lifa nærri 2.000 villtar í Kína. Kínverjar hafa í áratugi stundað pöndupólitík, ef ríki vilji fá til sín pöndur þurfi þau að vera í góðum samskiptum við yfirvöld í Kína. Og Kínverjar kölluðu til sín tvær pöndur frá Japan í vikunni. Borgaryfirvöld í Tókýó hafa óskað eftir að fá aðrar pöndur í staðinn en þeirri beiðni hefur ekki verið svarað. Ætli svarið velti ekki á því hvernig samskipti Kína og Japans þróast á næstunni?
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar 2026 hófust í Borgarbókasafni Reykjavíkur í Grófinni með tveimur innsetningum. Aðal dagskrá hátíðarinnar hefst fimmtudaginn 29. janúar, en hátíðin stendur til sunnudags, 1. febrúar. Í þættinum er rætt við Sólveigu Steinþórsdóttur og Þóru Kristínu Gunnarsdóttur úr píanókvartettinum Neglu, Harald Jónsson, Björk Níelsdóttur úr Dúplum Dúó og Bergrúnu Snæbjörnsdóttur.
Lagalisti:
Enigmatic Resonance - Slow Waves
Michelle Lou - Lie Beneath the Grass
Lee Hoiby - Dark Rosaleen
Live in Amsterdam - Ballad of a Never-ending Elevator Accident
Sveinn Lúðvík Björnsson - Sonnetta nr 39

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Fjallað er um orðið útlitslækningu og hvað það þýði að hægt sé að lækna útlit. Hvaða útlit er verið að lækna og hvenær erum við búin að lækna útlitið? Tekið er viðtal við Ástríði Stefánsdóttur, prófessor og Ástu Jóhannsdóttur, dósent. Farið verður yfir hvort greinarmunur er á milli lýtalækninga og útlitslækninga ásamt því að skoðað er breytta stöðu læknisfræðinnar í markaðsdrifnu hagkerfi.
Umsjón: Þorsteinn Þór Jóhannesson

Veturinn 2009-2010 fékk Ævar Kjartansson Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi háskólarektor, til liðs við sig til þess að fjalla um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Í fyrsta þættinum spjölluðu þeir um eðli hugmynda almennt en fengu síðan til sín fræðimenn á ýmsum sviðum til þess að ræða hugmyndina um þjóðina, ríkið, samfélagið, hamingjuna, frelsið svo eitthvað sé nefnt.
Er hægt að sálgreina þjóðina? Sigurjón Björnsson ræðir um sálgreiningu við Pál Skúlason og Ævar Kjartansson í Heimi hugmyndanna.

Útvarpsfréttir.

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Pistill um skáldsöguna Flesh eftir David Szalay sem hlaut Booker-verðlaunin 2025 og samtal við Grétu Sigríði Einarsdóttur fréttamann og bókmenntarýni um bókina.
Umfjöllun um Birtíng eftir Voltaire. Bókin sem kom út 1759 er ein frægasta háðsádeila sögunnar um stríð, ofbeldi, misskiptingu og óréttlæti heimsins og á hún stöðugt í samtali við samtímann. Og okkar samtími virðist oft vera fullur af tortímandi öflum, uppgangi fasisma, loftsalgskrísu og stríðsátökum. Er það fréttum að kenna? Eigum við að vera bjartsýn, svartsýn og kannski bara rækta garðinn okkar? Við skoðum hvernig Birtíngur og ferðalag hans um heiminn talar við tímana sem við lifum nú með Ásdísi Rósu Magnúsdóttur prófessor í frönskum bókmenntum við Háskóla Íslands.
Viðmælendur: Gréta Sigríður Einarsdóttir og Ásdís Rósa Magnúsdóttir.
Lesari: Halldór Laxness
Hljóðbrot úr Fréttaannál sjónvarps 2025 og Kastljósi.
Tónlist: For the damaged Coda - Blonde Redhead, It's a Mad Mad Mad Mad World - The Schirelles, Pista (Fresh Start) - Los Bitchos.

Fréttir

frá Veðurstofu Íslands

Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Tríó Barney Kessel leikur Volare (Nel blu, dipinto di blu), Spring Is Here, Surrey With Fringe On Top, Angel Eyes, Custard Puff, Be Deedle Dee Do og When The Red, Red Robin Comes Bob Bob Bobbin'. Tríó Dodo Marmarosa spilar The Moody Blues, The Very Thought Of You, The Song Is You, Just Friends, I Remember You og Yardbird Suite. Kvartett Cliffords Adams leikur lögin Walkin', Renatyah, Darshan's Love, Master Power, Precious Jewel, With His Grace og I Can't Get Started.

Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson
Þættir frá vetrinum 2008-2009
Miklar hamfarir urðu á sjó og landi þegar Halaveðrið svonefnda gekk yfir í febrúar 1925. Í þessum og næsta þætti er sagt frá þessu skaðaveðri og þeim slysförum sem urðu á sjó og landi.
Lesari með umsjónarmani Sigríður Kristín Jóndóttir
Umsjón Birgir Sveinbjörnsson


frá Veðurstofu Íslands

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan grípur niður í segulbandasafni útvarpsins og staldrar við snemma árs 1976. Hljómsveit Hauks Morthens flutti þá 10 lög eftir meðlimi í Félagi íslenskra dægurlagahöfunda, sem hafa nánast öll fallið í gleymsku. Píanólekarinn Carl Möller gerði útsetningarnar, en þeir sem skipa hljómsveitina ásamt honum eru gítarleikarinn Gunnar Ástvaldsson, saxófónleikarinn Gunnar Ormslev, bassaleikarinn Ómar Axelsson og trommuleikarinn Guðjón Ingi Sigurðsson.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Útvarpsfréttir.


Útvarpsfréttir.

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.



Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.


Útvarpsfréttir.

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Farið yfir vinsælustu lög Rásar 2 þessa vikuna.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.

Fréttastofa RÚV.
Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Gestur Lovísu var leikkonan og áhrifaldurinn Kristín Pétursdóttir.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
